Skírnir - 01.01.1941, Qupperneq 68
6G
Ásmundur Guðmundsson
Skírnir
öðrum og voru heimskunnar. Þó fór fjarri því, að hann
þræddi þær eða þýddi, heldur hugsaði hann efnið svo,
að það rann honum í merg og blóð. Hann gaf nemend-
unum sjálfs sín í alíslenzkum búningi og við íslendinga
hæfi. Gott dæmi þess er fyrirlesturinn „að þurrka ryk“,
í Skólaræðunum. Svo íslenzkt er efnið orðið, að hann
leggur samræðurnar í munn ákveðnum systkinum, sem
hann þekkti vel. Þegar kennslufallið var í skólanum vet-
urinn 1917—18, samdi séra Magnús upp úr erindum sín-
um bókina Uppeldismál, til leiðbeiningar barnakennur-
um og heimilum, og lagði hana síðan til grundvallar
kennslu sinni. Varð hún vinsæl mjög og ber glöggvast.
vitni um kennslu séra Magnúsar í þessari grein. Hún
hefir annars vegar verið studd brennandi vandlætingu:
„Ef nú faðir og móðir eru á þönum úti allan daginn að
stritast við að hafa ofan í sig og sína, og hugurinn og
talið allt við það strit, eða þá eitthvert bæjarþvaður,
aldrei litið í bók, blað ef til vill lesið í hljóði, allt miðað
við eigin hagsmuni og metið til aura, öll gjöld talin eftir,
til hvers sem þau eru, öðrum aldar nægtir og öfundaðir,
alið á stéttaríg og miklu fleiru þessu líkt, og enda samt
enn verra, hvernig getur þá barnssál, sem elzt upp í þessu
inni og við götusollinn úti, orðið fjölskrúðug að þekk-
ingu eða göfug að hugsunarhætti? . . . Er ekki von, að
börn, sem alast upp í slíku andrúmslofti öll bernskuárin,
verði að lágfleygum, samansaumuðum húskasálum?“ —
Hins vegar hefir ást séra Magnúsar til barnanna blásið
eldi og anda í orð hans. Þótt hann væri barnlaus, þá.
voru öll börn á íslandi börnin hans. 1 þeim kærleiksanda
lýsir hann markmiði uppeldisins: „Að stuðla að því, að
hvert barn verði svo mikill maður og góður, sem því er
áskapað að geta orðið“.
Yið kennslu hans í Islandssögu hefir mest gætt frá-
sagnarsnilldar hans, og koma í hug í því sambandi orð
Kr. Kolds um sjálfan sig, að hann gæti á beztu stund-
um sagt svo frá, að menn myndu til annars heims. Saga
þjóðarinnar var séra Magnúsi harla hugþekk eins og þjóð-