Skírnir - 01.01.1941, Side 69
Skírnir
Magnús Helgason
67
in sjálf. Hann var ekki aðeins vel að sér í henni, held-
ur lifði hana með. Hann talaði um menn fyrri alda af
sama kunnleik og skilningi sem þeir væru samtíðarmenn
hans. Það var skemmtun hans og dægrastytting, er hann
lá með sótthita, að yrkja um þá og atburði úr lífi þeirra.
Hann sá „hlæja hlíðar við Hallsteini“, heyrði Friðrik
biskup af Saxlandi syngja helgar tíðir, nam spekimál
Haukdæla og Oddverja, fylgdi Eyjólfi Kárssyni og Ar-
oni Hjörleifssyni til hetjudáða, teygaði að sér andrúms-
loft Sólarljóða og gjörði bæn Kolbeins Tumasonar að
sinni bæn til Guðs:
Komi mjúk til mín
miskunnin þín;
því heiti eg á þig,
þú hefir skaptan mig,
eg em þrællinn þinn,
þú ert drottinn minn.
Þegar kennt er af svo djúpum söguskilningi, þá fer
ekki hjá því, að sagan verður nemendum lifandi móða,
sem frjóvgar allt andlegt líf þeirra, eykur dómgreind
þeirra og þekkingu á sjálfum þeim og samtíð þeirra og
eggjar þá lögeggjan að ættlerast ekki.
Kennslu séra Magnúsar í kristnum fræðum einkenndi
sama trúardjörfungin, bjarta víðsýnin og frjálslyndið
sem prestsskap hans. Hann kafaði í djúp fagnaðarerindis
Jesú Krists og kom með hverja perluna af annarri til
nemenda sinna. Skýringar hans voru spaklegar, og tal-
aði hann í senn til höfuðsins og hjartans. Honum þótti
rétt, að skynsemin væri einnig til kvödd um þessi mál, og
var andvígur þeim, sem tala fyrirlitlega um skynsemis-
trú, eins og skynsemin sé ekki annað en hefndargjöf.
Hann vildi, að allir þættir sálarlífsins legðust á eitt, ekki
aðeins tilfinningarnar og viljinn, heldur einnig vitsmuna-
lífið. Hann vildi, að nemendur sínir lifðu trúarsannindin,
svo að kennsla þeirra síðar í kristnum fræðum mætti
verða reist á reynslu og vekti og glæddi trúarlíf barn-
anna. í þeim anda valdi hann kjörorðin: „Trú en ekki
5*