Skírnir - 01.01.1941, Page 70
68
Ásmundur Guðmundsson
Skírnir
trúfræði“, þ. e. a. s. lifandi trúarreynslan er raeira verð
en lærdómurinn um trúna. Hann fór að ráði Marteins
Lúters og mat gildi rita Biblíunnar að því skapi, sem
þau halda Kristi fram. Því var mikill munur í augum
hans á Gamla og Nýja testamentinu. Öllu, sem andstætt
var Kristi og fagnaðarerindi hans, varpaði hann fyrir
borð. En fagnaðarerindið taldi hann felast í orðunum
„Faðir vor“, eins og Kristur kenndi lærisveinum sínum
að bera það fram. Hann reis öndverður gegn kenningunni
um það, að Guð refsaði mönnunum fyrir syndir þeirra
í jarðlífinu með eilífum kvölum annars heims. Hvernig
átti alvitur og almáttugur kærleikurinn að gjöra það?
Það var með allt öðrum hætti, sem Jesús sýndi oss föð-
urinn. „Hættulegur maður í ábyrgðarmiklu embætti“,
hugsuðu ýmsir og tortryggðu starf hans, beint og óbeint,
að kristindómsfræðslu þjóðarinnar. Hann vissi það vel
og kvað þá til, sem yrði að fara með „eins og óskurnað
egg“. Þess vegna gætti hann þess, er þeir Haraldur pró-
fessor Níelsson tóku saman Barnabiblíuna, að halda al-
staðar orðalagi Ritningarinnar, svo að ritinu yrði ekki
fundið það til foráttu, að þeir settu sín orð í staðinn fyr-
ir hennar. En valið á köflunum ber vitni stefnu hans.
Hann kenndi bókina sjálfur í Kennaraskólanum og bjó
þannig nemendur sína undir það að nota hana síðar við
barnafræðsluna.
1 Kvöldræðum hans má víða sjá, hvernig hann hefir
kennt nemendum sínum um Krist. í einni þeirra segir
hann við þá m. a.: „Jesús er fullkomnasta fyrirmyndin.
Þar er bæði karlmennskan og kærleikurinn á æðsta stigi.
Sökkvið huganum í síðustu stundirnar hans. Meiri karl-
mennsku er eigi unnt að hugsa sér, því síður aðra eins
hógværð og ástúð tvinnaða saman við tign hennar. Deyf-
ingardrykknum vísar hann frá sér, afsakar óvini sína og
biður fyrir þeim, jafnvel biður þá að gefa sér að
drekka, þó að þeir séu að hlakka yfir píslum hans og
dauða. Því verður það jafnan bezta úrræðið fyrir okk-
ur öil, þegar við erum í vanda stödd, að hugsa: „Hvað