Skírnir - 01.01.1941, Page 71
Skírnir
Magnús Helgason
69
myndi hann vilja láta mig gera í þessum sporum?“ Því
betur sem við skiljum hann, því innlífaðri sem við verð-
um honum, því hollara mun okkur reynast það og áhrifa-
meira. Þið kannist öll við þessa áminningu: Látið sama
lunderni vera í yður, sem var í Jesú Kristi; en gleym-
um þá ekki að kynna sjálfum okkur, og þá einnig börn-
um og unglingum, sem við náum til, sem allra rækilegast
iundarfarið, sem sýnir sig í öllum orðum hans og at-
höfnum. „Markmið allrar kennslu hans var í stuttu máli
það, að fá nemendur sína til að sjá og skilja, að Jesús
er mönnum vegurinn upp að föðurhjarta Guðs og því
jafnframt sannleikurinn og lífið. í orðum hans og hetju-
dáðum, endurlausn, fórnardauða og upprisu birtist kær-
leiki Guðs. Og mikið má það vera, ef einhverjum nem-
endum hans hefir ekki gefið nýja og fegurri sýn yfir
líf og dauða — og líf bak við hel.
Þá er enn ótalin ein grein, sem séra Magnús fól öðr-
um að kenna, en var þó sjálfur alltaf að kenna hverj-
um, sem nema vildi. Það var íslenzkan. Henni unni hann
næst trúnni. Hann vissi það þegar frá æskuárum, að
hún er fjöregg íslenzks þjóðernís, og að:
tungan geymir í tímans straumi
trú og vonir landsins sona.
fslenzku-þekking hans var mikil og staðgóð, og aldrei
brást málssmekkur hans. Hann teygaði fegurð hennar
bæði í bundnu og óbundnu máli í glæsilegustu bókmennt-
um vorum að fornu og nýju. Hann vandaði málfar sitt
umfram aðra, jafnt í ræðu og riti. Stundum var það ljóð-
rænt, og var sem legði ilm úr grasi. Sumum kann að
hafa þótt það ekki nógu bíátt áfram, ekki alls kostar
nútíðarmál, en ekkert var séra Magnúsi fjær en tilgerð.
Þannig var honum eðlilegt að hugsa og tala, sem alizt
hafði upp við heiðríkju og tign fornsagnanna, Völuspár
og Hávamála. Það hefir verið sagt um Jón Sigurðsson,
hann hafi talað svo, að hvert orð mætti prenta óbreytt
eftir honum. Þannig var einnig um séra Magnús. Sú