Skírnir - 01.01.1941, Síða 72
70
Ásmundur Guðmundsson
Skírnir
íslenzkukennsla gat orðið drjúg nemendum hans. Hann
valdi sér einnig afbragðsmenn til að kenna hana. Þar
var mikið í húfi:
Þeir ættu að hirða um arfinn sinn,
sem erfðu þessa tungu.
Skólastjórn séra Magnúsar var ekki á þann veg, að
hann setti nemendur sínum margaf; reglur og léti þá
kenna á valdi sínu. Fyrir því kann sú skoðun að hafa
komið fram hjá einhverjum, að hann væri tæplega nógu
strangur. 0g það er satt, hann var nemendunum í mörgu
mildur og vægur. Það gat t. d. verið dálítið erfitt að vera
prófdómari hjá honum og gera skarpan greinarmun á
því, sem nemendurnir vissu eða vissu ekki, þótt sjálfur
væri hann í þeim efnum í engum vafa. Hann mat allt
það meir, er vel var gjört. Hann sýndi nemendum sín-
um fullt traust og lét þá finna glöggt til ábyrgðar þeirr-
ar, sem á þeim hvíldi gagnvart skólanum og sæmd og
drengskap sjálfra þeirra. Hann risti þeim í hug orð Kol-
skeggs við Markarfljót: „Hvorki mun ég á þessu níðast
og á engu öðru, er mér er til trúað“. Því trausti vildu
þeir ekki bregðast. Þeir vildu ekki þurfa að horfa í augu
séra Magnúsi með það á samvizkunni. Það voru einu
böndin, sem hann lagði á þá, „Signýjarhárið“, sem þeir
vildu ekki slíta. Hann var þeim allt í senn, leiðtogi og
vinur, ráðgjafi og hjálpari andlega og efnalega — góð-
ur faðir. En þeim aftur á móti þótti innilega vænt um
hann, og báru djúpa virðingu fyrir honum. Vilja hans,
ástúð og andlegri tign vildu þeir lúta. Þess vegna máttu
skrifuðu boðin og bönnin missa sig. Svo er skólastjórn-
in farsælust og greiðir bezt úr hverjum vanda. Mildin
ræður yfir þeim strangleika, er hollastur reynist.
Skólalífinu þurfti ekki að kynnast lengi til þess að
finna, að þar sveif andi séra Magnúsar yfir vötnunum.
Það var heilbrigt, glaðvært og frjálslegt og oft mikill
íþrótta áhugi með piltum, en á þeim hafði séra Magnús
mestu mætur, einþum glímunni. Allur þorri nemenda leit