Skírnir - 01.01.1941, Side 73
Skírnir
Magnús Helgason
71
á skólann eins og annað heimili sitt. Þeir skemmtu sér á
laugardagskvöldum við upplestur eða dans, og var það
séra Magnúsi að skapi, að þeir leituðu þeirrar skemmt-
unar fremur í skólanum en annars staðar. Stundum
flutti hann að beiðni þeirra ræðu, áður en dansinn hófst,
og þannig er bók hans, „Kvöldræður í Kennaraskólan-
um“, orðin til. Eru sum þessara erinda klassisk. Önn-
ur, litlu eða engu síðri, flutti hann blaðalaust, og geym-
ist minningin um þau aðeins í hugum þeirra, er á hlýddu.
Það var að vonum all-sundurleitur hópur, sem safnaðist
saman í Kennaraskólanum víðsvegar að af landinu skóla-
stjórnarár séra Magnúsar. En eitt varð þeim yfirleitt
sameiginlegt: Ástin og aðdáunin á séra Magnúsi, löng-
unin til að eiga sem mest af anda hans og krafti og
sannfæringin um það, að þótt orð hans og verk væru
ágæt, þá væri hann sjálfur enn meiri og betri. Ef ein-
hverjum þykir þetta of mælt, þá má benda þeim á um-
mæli nemendanna sjálfra um séra Magnús. Þar er af
miklu að taka, og öll hníga þau á einn veg, að þá kem-
ur þeim hann í hug, er þeir heyra góðs manns getið.
Einn skrifar: „Hógværð hans og hjartahlýja var mikil,
en allir máttu þó finna, að miklir skapsmunir bjuggu
undir. Samúðin var rík, en ást hans á þjóð og landi og
trúin á íslenzka menningu og framtíð var sjálfur kraft-
urinn í uppeldi hans á nemendum sínum. Með þessum
hætti gaf hann nemendum sínum ást og trú á landið og
þjóðina og á starfið, sem hann var að búa þá til.
Kristni hans og mildi var eins og hálf-dulinn, djúpur
og fagur himinn bak við þennan virkileika lífsins og
brýnu nauðsyn“. Annar minnist ummæla Platós: „Ég tel
mig hamingjusaman að hafa lifað á sama tíma og Sókra-
tes og hafa fengið að kynnast honum“, og telur, að svip-
að muni nemendur séra Magnúsar um land allt hafa
hugsað til hans. Hinum þriðja verður að orði: „Ég hitti
séra Magnús í fyrsta sinn á dimmu haustkvöldi, en þó
fannst mér enginn vetur í nánd, þegar ég var í návist
hans. Sumarið var ekki liðið, það stafaði frá honum svo