Skírnir - 01.01.1941, Page 74
72
Ásmundur Guðmundsson
Skirnir
mikil birta og ylur. Og svona var þaS alltaf. Þegar ég
minnist dvalar minnar í Kennaraskólanum, finnst mérr
að ég hafi verið þar tvö sumur, en ekki tvo vetur“. En
í öllum samstillta tónakliðnum ómar ef til vill skýrast
þessi stutta setning, svo barnslega einföld og sönn: „Ég
get ekki hugsað mér, að neinn gjöri neitt ljótt í návist
hans“.
Mörgum varð sú stund minnisstæð, er hann sagði skól-
anum slitið í síðasta sinni vorið 1929, eftir tuttugu og
einn vetur. Hann minntist orða Díogenesar, er vinir hans
sögðu honum á áttræðisaldrinum að unna sér nú hvíldar
það, sem eftir væri æfinnar: „Ef ég væri að þreyta kapp-
hlaup á skeiðvelli og væri rétt kominn að markinu, ætti
ég þá að leggjast niður og hvíla mig? Mundi þá eigi hitt
nær, að herða sig þá sem mest þennan litla spöl, sem
eftir væri?“ En sjálfur kvaðst hann enginn afreksmað-
ur vera og finna nú glöggt, að elli félli sér á hendur og
höfuð. Enginn sá þá merki þess. Mönnum varð starsýnt
á hann, þar sem hann sat í öndvegi sínu, er nemendur
hans höfðu gefið honum og hann gaf aftur skólanum
þennan dag, mikill vexti og mikilúðlegur, höfðinglegur
svo að af bar. Sálmurinn var sunginn, sem hann lét oft-
ast syngja við skólauppsögn:
Guðs gæzku prísa
geimar, höf og storð.
Það var eins og minningar langrar æfi allt frá bernsku
liðu um hreinan og heiðan svip hans. Leiftrum brá fyr-
ir í bláum augunum, björtum og skærum, og þau ljóm-
uðu af ástúð, þegar hann leit á nemendur sína. Hann
hallaði sér ofurlítið aftur og tók heldur fastar annarri
henni um stólbríkina, þegar þetta var sungið:
0, Jesú, á þér
öll mín grundast von.
Haf bústað hjá mér,
heilagi Guðs son.