Skírnir - 01.01.1941, Page 76
'74
Ásmundur Guðmundsson
Skírnir
kallirðu þá, ég glaður get
gengið til þín ið dimma fet.
Þannig horfði hann fram á leið.
Á þessum síðustu árum æfi sinnar sá hann um útgáfu
„Kvöldræðna í Kennaraskólanum“, sem Prestafélag ís-
lands kostaði, og Skólaræðna og annarra erinda, er Sam-
band íslenzkra barnakennara gaf út. Bera þær bækur og
Uppeldismál því ljósast vitni, hver rithöfundur hann
var.
Hann sýndi Kennaraskólanum vinarhug sinn og tryggð
með því að gefa honum í lifanda lífi dýrustu gersem-
ar sínar. Stúdentagarðinum gaf hann á sama hátt bóka-
safn sitt. En mest er vert um tvo sjóði, er hann stofn-
aði og arfleiddi fyrst og fremst að eigum sínum. Hann
gjörði arfleiðsluskrá sína í árslok 1934, og segir þar svo
um þessa sjóði:
„Ég hefi unnað íslandi frá barnæsku. Þá ást kveiktu þeir hjá
mér Jónas með ljóðum sínum, Páll Melsteð með fornaldarsögu
•sinni og Jón Sigurðsson með baráttu sinni. ísland hefir verið unun
mín, gefið mér allt, sem ég á; það er því einsætt, að það njóti,
■ef eitthvað verður eftir mig látinn. Tvær gersemar finnst mér það
eiga dýrmætastar: Trú sína og tungu. Til trúarinnar treystist ég
ekki að ná með fjármunum; fremur til tungunnar, íslenzkunnar.
Skáldin eru hennar æðstuprestar og lögréttumenn, eins og einn
þeirra hefir sagt, og þá um leið spámenn hennar, er bezt tekst með
orðum sínum að ná til hjartna hennar óg vekja það allt, sem bezt
er þar til. En þau gjalda þess, hversu tungan er töluð og skilin af
fáurn, því hefir list þeirra aldrei orðið þeim féþúfa, hversu dýrðleg
sem hún hefir verið, og þau oft „auðnusljó“ á þann mælikvarða,
lifað einatt við örbirgð, og látizt fyrir örlög fram; því hafa vængir
margra þeirra aldrei náð fullum þroska og fjöldi listaverka ófædd
dáið. Ég vil gefa íslenzkunni eigur mínar handa þessum óskabörn-
um sínum, ef verða mætti til þess, er stundir líða, að draga úr þessu
auðnuleysi hennar og þeirra.
Ég hefi nú þegar stofnað sjóð í þessu skyni og gefið honum
14.000 krónur, og með þessari erfðaskrá minni gjöri ég ennfremur
þá ákvörðun, að í hann verði lagt að mér látnum það, sem þá skort-
ir á 20.000 krónur, svo framarlega sem eftirlátnar eigur minar
hrökkva til.