Skírnir - 01.01.1941, Page 79
Skírnir
Magnús Helgason
77
hinir munu trauðla telja þetta of mælt. Og þjóðin öll
stendur í þakkarskuld við hann. Svo gagnmerka og ágæta
syni eignast hún ekki marga á öld, sonu, sem eru styrk-
ustu stoðir þjóðernis hennar og tungu og þess annars, er
hún á bezt. Hún má ekki við því að glata minningu hans
í eldraun komandi ára.
Rætur hans stóðu fast og traust í íslenzkri mold; ekk-
ert gat haggað ást hans né trausti á Islandi og íslending-
um. En yfir hvelfdist himinn kristindómsins og laugaði
limið sólarbirtu og lífslofti. Séra Magnús vissi það, að
krafturinn kom honum að ofan, og að án hans hefði Ijósið í
honum orðið myrkur. Hann leitaði hjálpar Guðs í öllu æfi-
starfi sínu. Hann beygði kné sín af dýpstu auðmýkt fyrir
Xristi og tók undir með Hallgrími Péturssyni:
Víst er ég veikur að trúa,
veiztu það, Jesú, bezt,
frá syndum sínum að snúa,
svoddan mig angrar mest.
Þó' framast það ég megna
þínum orðum ég vil
treysta og gjarnan gegna.
Gefðu mér náð þar til.
Stóryrðin voru fjarri honum. En hann þráði af alhug
að lifa kærleika Guðs, sem birtist í Kristi, og leiða aðra til
hans, og sú þrá fann svölun. Merki krossins bað hann
einnig að yrði yfir dufti sínu.
Það ber fagurt vitni um forsjón Guðs fyrir þjóð vorri,
að von er til þess, að einhvern blæ frá sálargöfgi séra
Magnúsar og kristinni trú geti lagt til hvers barns á
landinu. Guð setti ljósið í ljósastikuna, til þess að það
.skyldi lýsa öllum, sem í húsinu eru.
Einnig í þeim skilningi má segja:
Þessi lærisveinn deyr ekki.