Skírnir - 01.01.1941, Side 81
Einar Arnórsson
Kristnitökusagan árið 1000
A. Heimildarrit.
Atburðir þeir, sem hér verða raktir, hafa gerzt fyrir nær-
hálfri tíundu öld. Þeir hafa ekki verið skjalfestir samtímis,
svo að vitað sé. Engar fornminjar eru við þá tengdar, ör-
nefni né kvæði,1 sem fræðslu veiti, beint eða óbeint, um þá.
Einu heimildirnar um þá verða því annarskonar frásagnir
manna. Þessar frásagnir þykir hlýða að athuga nokkuð al-
mennt, áður en reynt er að rekja atburðasöguna. Sameigið
öllum þeim frásögnum er það, að þær eru skráðar löngu
eftir atburði. Skrásetjendur hafa hvorki verið sjónarvottar
né heyrnar, og sagnir sínar hafa þeir ekki heldur eftir
nokkrum slíkum heimildarmanni, heldur um milliliði, tvo
eða fleiri. Má því búast við margskonar skekkjum í frá-
sögn, misskilningi á atvikum, hlutdrægni bæði viljandi og
óviljandi og beinum wppspuna. Allir, sem fengizt hafa við
prófun munnmæla og arfsagna, munu hafa rekið sig á allt
þetta.
I. Elzta heimildarritið er íslendingabók Ara fróða.2
Hún er ekki skráð fyrr en á árabilinu 1122—1133, er þeir
Þorlákur Runólfsson og Ketill Þorsteinsson voru samtímis
biskupar (sbr. formála Ara), þótt Ari kunni að hafa þokað
einhverju síðar og aukið. Áður getur Ari þó hafa skráð
sér minnisgreinar um það, sem honum var sagt af krstni-
tökunni. Fæddur er Ari arið 1167 eða 1168, því að 12 vetra
var hann, að sjálfs hans sögn, er ísleifur biskup dó, en það
var 1180 (íslb. 9. kap.). Getur Ari því varla hafa gert sér
minnisgreinar um sagnir, fyrr en eftir 1180. Ari dvaldist
14 vetur (árin 1074 (eða 1075)—1088 (eða 1089) í Hauka-
dal með Halli Þórarinssyni og Teiti Isleifssyni biskups og