Skírnir - 01.01.1941, Side 82
so
Einar Arnórsson
Skírnir
kallar þá báða fóstra sína. Teitur var lærður maður og
kenndi mörgum klerklega fræði (Bisk. I. 153, 219), og hef-
ir Ari verið einn þeirra. Hallur hefir verið fæddur 996, og
rnundi hann, er Þangbrandur skírði hann þrevetran (Islb.
9. kap.). Teitur er aðalheimildarmaður Ara um frásagnir
af kristnitökunni. Þótt skírskotun hans til heimildar Teits
sé allóglögg (íslb. 7), þá verður þetta varla efað. Hallur
Þórarinsson hefir bæði sjálfur munað langt fram og haft
sagnir af mönnum á yngri árum, sem sjálfir mundu at-
hurðina árið 1000, og hefir Hallur því vafalítið líka verið
heimildarmaður Ara.
Að því leyti sem Ari hefir haft sagnir af atburðum árið
1000 af Halli Þórarinssyni, verða sögumennirnir þrír:
Heimildarmaður Halls, Hallur og Ari sjálfur. En það, sem
Ari hefir eftir Teiti, hefir farið um þrjá liði eðafjóra. Teit-
ur er sennilega fæddur um 1040, og gæti því hafa haft sagn-
ir af gömlum mönnum, sem sjálfir mundu fram til ársins
1000, enda virðist Teitur, eftir orðum Ara (íslb. 7. kap.),
hafa haft tal af einum slíkum manni um landtöku þeirra
Gizurar í Vestmannaeyjum. En flest þessara tíðinda virð-
ist Teitur munu hafa haft af Halli fóstra sínum og Isleifi
biskupi föður sínum, en frumheimildin er þá líklega Gizur
hvíti, sem sagt hefir ísleifi syni sínum frá atburðu'm.
Hjalti Skeggjason var að fjórða og fimmta að frændsemi
við Hall (Landn. 1925, bls. 25) og gæti vitanlega hafa sagt
Halli ýmislegt um kristnitökuna. Og auðvitað hafa frum-
heimildarmenn getað ýmsir verið, þó að þeir Gizur og
Hjalti séu líklegastir til frumheimildar um það, sem Ari
segir af kristnitökunni.
Það, sem Ari skráir um atburðina árið 1000, er því
komið um þrjá og fjóra liðu til þeirra, sem rit Ara nota.
Sannhermi sögumanns fer eftir réttskynjun hans, minni
og síðan sannri og glöggri frásögn. Ef brestur er á ein-
hverjum þessara skilyrða eða fleirum, þá raskar það sönn-
unargildi skýrslu hans. Þegar sögn gengur milli margra,
verður hver um sig að fullnægja sömu skilyrðum sem