Skírnir - 01.01.1941, Síða 83
Skírnir
Kristnitökusagan árið 1000
81
frumsögumaður, og þá auðvitaS skrásetjandi sagnar ekki
síður. Keðja er jafnsterk veikasta hlekknum. Sögn, sem
milli manna gengur, er líkt farið. Aflögun hennar í með-
förum eins þeirra rýrir áreiðanleik hennar, eins og feyra
í hlekk rýrir styrkleika keðjunnar. Enginn má vænta þess,
að sögn, sem gengið hefir um þrjá liði eða fjóra, veiti nær-
hæfis rétta mynd af þeim atburðum, sem hún greinir. Hún
heldur höfuðviðburði eða höfuðviðburðum fáum nokkurn
veginn, en við er aukið og niður er fellt viljandi og óvilj-
andi, sumt misskilið og rangfært o. s. frv. Um frásögn
Ara áf kristnitökunni verður þess fyrst gætandi, að hætt
er við hlutdrægni af hálfu frumheimildarmannq. Þeir
munu hafa verið hlynntari kristnum mönnum en heiðn-
um. Milliheimildarmenn eru ekki síður háðir sama grun.
1 huga þeirra verða kristniboðsmennirnir mestu velgerða-
menn landsmanna, og því hafa þeir hneigð til að bera
þeim sem bezt söguna, en halla á hina heiðnu menn. Sögn-
in um hina miklu málsnilli þeirra Gizurar og Hjalta að
lögbergi á vafalítið rót sína til þessa að rekja. Ræðu eða
málsnilli heiðinna manna getur ekki, og verður þó varla
efað, að þeir hafi haldið uppi svörum fyrir sinn málstað
og verið líka málsnjallir. Ef vér hefðum samtíða skýrslu
tveggja góðra manna, síns úr hvorum flokki, um kristni-
tökuna á alþingi 1000, þá mundi þeim sjálfsagt um margt
bera saman, en margt mundi verða sagt með gerólíkum
hætti, og mynd af atburðum mundi að mörgu leyti hafa
orðið sín í hvorri skýrslu.
Frásögn Ara er að vísu einhliða, sem von er. En Ari
hefir eflaust verið mjög ráðvandur höfundur og skilrík-
ur, svo langt sem vitneskja hans og skilningur náði. Hann
segir stuttort frá og hallar víst á engan viljandi. Lofsorð
hans um Hall Þórarinsson, Teit og Gizur biskup fela ekki
í sér deilu á aðra menn. Fróðleiksfýsn hans og viðleitni til
rétthermis verður ekki efuð. Hins vegar brestur hann ein-
att skýrleik í framsetningu máls síns, svo að vafasamt er,
við hvað hann á, eða jafnvel frágangssök að skýra það.
Það er kunnugt, að formálsorð hans fyrir íslb. hafa verið
6