Skírnir - 01.01.1941, Síða 84
'82
Einar Arnórsson
Skírnir
skilin mjög á ýmsa vegu (sbr. útg. F. J. 1930 bls. 2—3).
„Hverr maSr“, segir Ari (íslb. 2. kap.), „fekk Grími penn-
ing“, að því er virðist, til að kanna landið. Hvað merkir
„hverr maðr“ hér?3 Oft er óljóst, hvað hann hefir eftir
tilteknum heimildarmanni, t. d. 5. og 7. kap. Og stundum
greinir hann engar heimildir um atburði fyrir sitt minni.
Lítilsverð aukaatriði greinir hann einatt, en minnist alls,
ekki atriða, sem ætla mætti hann hafa þekkt. Vér fáum
ekkert að vita um skipun lögréttu eða dóma á alþingi eða
vorþingum í öndverðu, en um illvirki Þorvalds kroppin-
skeggja, draum Þorsteins surts og fall Þórólfs refs, bróð-
ur Álfs úr Dölum, fáum vér vitneskju, atburði, sem lands-
söguna varða engu. Ari virðist hafa verið gagnfróður
um menn og ættir, en ekki haft hug á eða kunnað glögg
skil á stjórnarsögu eða lögum landsins, nema helzt atburð-
um, sem skiptu kirkjusögu4 á hans dögum. Sögn hans af
setningu laganna um 965 (5. kap. íslb.), af kristnitökunni,
sem síðar verður betur vikið að, og lagasetningunni 1117
og 1118 (10. kap. Islb.) ber ekki miklum áhuga eða skarp-
leik á því sviði vitni. Vitanlega verður að meta rit Ara
eftir samtíð hans og aðstæðum. En þegar meta skal heim-
ildargildi rita hans, verður að gæta allra annmarka þeirra..
í einu atriði sýnir Ari mjög mikla nákvæmni, eftir því sem
efni standa til: Hann hefir furðuvel skorðað tíinatal tíundu
og elleftu aldar. Og þrátt fyrir annmarka sína hefir Ari
skráð margan fróðleik, sem ekki væri nú tiltækur annars,
og hefir því verðskuldað þá ritfrægð, sem hann hefir hlot-
ið. En gagnrýnilaust lof, eins og flestum fræðimönnum
vorum hefir verið tíðast, hæfir hvorki honum né öðrum.
Rit Ara, Islendingabók, er auðvitað bezta heimildin, sem
til er, um kristnitökuna. Það er elzt, Ari vill segja satt,
hann hefir haft beztu heimildir, sem völ var á, og hann er
laus við helgisagnir og klerkamælgi.
II. Aðrar frásagnir um kristnitökuna eru skráðar löngu
síðar en frásögn Ara. Að því leyti sem þær endurtaka ekki
sögn hans, hljóta þær að verða settar skör lægra. Þar sem
á milli ber, verður að öðru jöfnu að taka sögn Ara trúan-