Skírnir - 01.01.1941, Side 85
Skírnir
Kristnitökusagan árið 1000
88
legri. En annars verður það undir mati komið hverju
sinni, hvað trúanlegt má taka og hvað telja verður mis-
sögn eða einberan tilbúning höfunda eða sögumanna
þeirra. Aðalheimildarrit þessa kyns skulu nú stuttlega
nefnd.
1. Historia Norvagiæ eftir Þjóðrek munk. Rit þetta er
skráð á latínu um 1180 (útg. G. Storms bls. VIII). Hann
segist í upphafi rits síns hafa skrifað það eftir munnleg-
um sögnum íslendinga, en nefnir engin nöfn. Um kristni-
tckuna er ekkert í riti hans, sem máli skiptir og ekki er
annarstaðar, nema það, að Þangbrandur hafi skírt ein-
hvern „Thorgils de Ölfusi“, sem sumir telja eiga við Þór-
odd goða Eyvindarson, föður Skafta lögsögumanns. Ekki
nefnir Ari Þórodd meðal höfðingja, sem Þangbrandur hafi
skírt, og hefði það þó ekki legið fjarri. Er engar reiður á
sögn þessari að henda. Munkurinn þakkar það annars
þeirri náð heilags anda, sem fylgt hafi messu Þormóðar
prests, sem var með þeim Gizuri á alþingi, að kristni var
lögtekin á Islandi (12. kap. rits hans).
2. Ólafs saga Tryggvasonar eftir Odd munk Snorrason
á Þingeyrum. Er hún upphaflega skráð á latínu, líklega
nálægt 1190, en alls ekki fyrr en 1170 (útg. F. J. 1932 bls.
II—III). Sagan hefir verið þýdd á íslenzku, og er til í
tveimur gerðum. í annari gerðinni er einungis vísað til
íslb. Ara um kristnitökuna, en í hinni gerðinni (AM 310,
4to) er að vísu að mestu farið eftir Ara, en þó nokkru við
aukið."' Viðauka Odds verður vitanlega að taka með mestu
varúð. Hann er gagnrýnilítill klerkur og helgisagnamaður
og skráir sögn sína að minnsta kosti 170 árum eftir at-
burðina.
3. Gunnlaugur Leifsson munkur á Þingeyrum skráði og
á latínu sögu Ólafs Tryggvasonar nálægt 1200. Saga þessi
hefir og verið þýdd á íslenzku og er gefin út í Flateyjar-
bók I. b. og Fornmannasögum I. og II. bindi.0 Gunnlaugur
er sagður hafa notað rit Ara (Flat. I. 511), og kristni-
tökusögu sína hefir hann að mestu leyti frá Ara, en hefir
ýmsar viðbætur, sem að miklu leyti eru sama efnis sem
6*