Skírnir - 01.01.1941, Síða 86
84
Einar Arnórsson
Skírnir
viðbætur Kristnisögu, eins og síðar mun sjást. Gunnlaug-
ur hefir verið afar gagnrýnilaus og hjátrúarfullur, nema
hann hafi viljandi búið til tröllasögur sínar og helgisög-
ur. Hann skrifar 200 árum eftir viðburðina, og er því hætt
við, að lítið mark sé takandi á sögnum hans.
4. Kristnisaga (gefin út í Biskupasögum Bókmenntafél.
I. bindi). Hún er, eins og hún er til vor komin, skráð af
óþekktum höfundi. I henni segir, að Ólafur Tryggvason
kæmi úr Garðaríki til Noregs (Bisk. I. 9), og vitnar um
þetta til „sögu“ hans. Sömu sögn hefir Oddur (AM 310
bls. 33—34), en aðrar heimildir láta hann koma beint
vestan af Englandi. Höfundur Kristnisögu7 virðist því
hafa notað sögu Odds, en Oddur virðist þó ekki vera höf-
undur Krs., því að mismunandi er frásögn þeirra um sum
atriði, sem kristnitökusöguna varða. Og Krs. hefir ýmsar
sagnir, sem Oddur hefir ekki. Sést betur síðar, hvað á
milli ber. Krs. er ekki blælík Ólafssögu Odds. Höfundur
Krs. sýnist rita miklu betur en Oddur og vera á hærra
þroskastigi og rita sína sögu síðar, ef til vill um 1250 (sbr.
Bisk. I. 7, um kirkju í Ási). Hann virðist mjög hafa not-
að Ólafssögu Gunnl. Helzta heimild hans, eins og þeirra
Odds og Gunnl., eru þó rit Ara. Það, sem Krs. og Gunnl.
hafa, en Ari hefir ekki, um kristnitökuna, er flest eins að
efni til, en þó ber stundum nokkuð á milli. Um það, sem
þær hafa fram yfir sagnir Ara, eru þær því nokkurn veg-
inn jafn góðar heimildir, auðvitað að því undanskildu,
sem Gunnlaugur segir ljóslega skakkt frá, og klerkamælgi
hans verður auðvitað að meta að verðleikum.
5. í Eyrbyggju 49. kap. og Heimskringlu, sögu Ólafs
Tryggvasonar 103. kap., er kristnitökunnar getið, en þar
er ekkert nýtt. Sama er um Laxdælu að segja, sjá 41. og
42. kap. Þó er það þar sagt, sem ekki er annarstaðar, að
Ólafur Tryggvason hafi látið svo um mælt, að engin skip
skyldu ganga af Noregi til íslands sumariÖ 1000. Er þar
með gefið í skyn, að konungur hafi ætlað að leggja far-
bann á landið, ef landsmenn tækju ekki við kristinni trú.
Laxdæla er skráð um 250 árum síðar, en þó er ekki loku