Skírnir - 01.01.1941, Page 88
86
Einar Arnórsson
Skírnir
voru undir handarjaðri hans, og að Gizur og Hjalti haí'i
þegið þá undan reiði konungs, með því að þeir hafi heitið
konungi umsjá sinni til þess að koma kristni á landið. Ari
nefnir það ekki, að konungur hafi tekið nokkra íslending-
anna í gislingu, þar til hann sæi fyrir endann á kristni-
boði á íslandi. Oddur (AM 310 bls. 61), Gunnl. (Flat. I.
428, Fms. II. 206), Krs. (Bisk. I. 19) og Laxdæla 41. kap.
segja frá gislingum og nafngreina gislana (Oddur þó að-
eins tvo þeirra). Er sögn þeirra trúleg, en furða er, að Ari
skyldi ekki geta þessa. Sögnin gat hafa geymzt í ættum
gislanna. Gislingarnar og ógnun um farbann voru ramm-
ar ráðstafanir, sem Ólafur Tryggvason var mjög líklegur
til þess að hafa tekið upp til kúgunar við Islendinga. Hins
vegar er geipan þeirra Gunnl. og Krs. um ræðu Gizurar
hvíta hjá konungi og virðingar þeirra Gizurar í konungs
garði veturinn 999—1000 (Gizur sat fyrir ádrykkju kon-
ungs innar en lendir menn) auðvitað tilbúningur og því
að engu hafandi. Höfundar vorir á þeim tímum eru vanir
því að gera söguheljUr sínar mikla menn með konungum
(Kjartan og Gunnar að Hlíðarenda eiga kost mægða við
Noregs höfðingja, Hrútur hvílir hjá Gunnhildi, Niðarós
kemst svo að segja á annan endann, þegar Grettir skyldi
bera járn, og Rómaborg, þegar Sturla Sighvatsson tekur
skrift á páfagarði, o. s. frv.). Um skipti þeirra Gizurar
og konungs hefir Oddur (AM 310 bls. 61) eina sögn, sem
hvergi er annarstaðar og vert er að minnast. Hann segir
konung hafa fengið „þeim í hendr mikit fé at vingask við
höfðingja“. Þessi sögn er næsta ótrúleg. Ólafur Tryggva-
son var um þessar mundir að búa út leiðangur sinn hinn
mikla til Vindlands og hefir víst haft ærið við fé sitt ann-
að að gera. Hann sýnist hafa verið vanari að kúga menn
til kristni en kaupa. íslenzkum rithöfundum er svo gjarnt
til þess að láta konunga gefa íslenzkum meiri háttar gjaf-
ir, þegar þeir eru með konungum, að Oddi þykir það lík-
ast til hæfa hér að láta svo enn verá. Líklegast er þessi
sögn Odds aðeins filgáta hans eða annara. Að minnsta