Skírnir - 01.01.1941, Page 89
Skírnir
Ki'istnitökusagan árið 1000
87
kosti virðast ekki aSrir heimildarmenn hafa þekkt hana
eða ekki lagt trúnað á hana.
II. Þá kemur þingfararsaga þeirra Gizurar og Hjalta.
Segir Ari þá hafa farið j,austan“ (þ. e. úr Noregi) næsta
sumar (þ. e. árið 1000) og tekið land í Vestmannaeyjum,
er 10 vikur voru af sumri. Segir Ari Teit hafa borið fyrir
þessu mann, er sjálfur var þar þá. Gat Teitur hafa talað
við mann þenna í elli hans, ef hann hefir verið ungur ár-
ið 1000, en ella hefir þetta verið komið til Teits um milli-
lið. Ólafssögurnar og Krs. fylgja Ara um landtöku í Vest-
mannaeyjum. Þeir hafa tekið land miðvikudaginn 10 vik-
ur af sumri. Sama daginn sem þeir komu til Vestmanna-
eyja var Brennu-Flosi á leið um Mýrdal til alþingis og
hafði spurnir af ferð þeirra og erindum af mönnum, sem
róið höfðu út til þeirra, og bar fregnirnar til alþingis, þar
átmeðal um gislana, sem í haldi voru hjá konungi. Þessa
sögn hafa aðeins Gunnl. (Flat. I. 441, Fms. II. 233) og
Krs. (Bisk. I. 20). Fimmtudaginn í 11. viku sumars skyldu
goðar allir vera komnir forfallalaust á Þingvöll fyrir sól-
arlag þar (Grág. 1 a 43), að goðorðsmissi viðlögðum. Ef
Flosi hefir verið á ferð um Mýrdal daginn fyrir, þá gat
hann ekki komizt á Þingvöll á réttum tíma. Hann var kom-
inn alla leið austan úr Öræfum og hefir því verið á nokk-
uð ferðlúnum hestum. Auk þess er ekki sennilegt, að Flosi
hafi yfirhöfuð farið þessa leið til alþingis. Fjallabaks-
leiðir eru miklu skemmri, og þar eru ekki stórvötn á leið
fyrr en Þjórsá, sem þá hefir verið farin ofarlega, líklega
á Nautavaði. Er engin ástæða til þess að ætla Fjallabaks-
leiðir óþekktar um 1000. Sögnin um ferð Flosa er því mjög
grunsamleg, og er líklega búin til upphaflega til þess að
búa lesandann undir atburðina á alþingi á eftir. Flosi
mátti ekki vera á leið til alþingis austur í Mýrdal þann
sama dag sem þeir Gizur tóku land í Vestmannaeyjum,
því að þá hefði hann sennilega komið nokkru síðar á Þing-
völl en þeir, og hefði því ekki getað flutt fregnir af ferð
þeirra og atburðum úr Noregi þangað á undan þeim.
Gunnl. vissi um gislingu Kolbeins, bróður Flosa, og hefir