Skírnir - 01.01.1941, Page 90
88
Einar Arnórsson
Skírnir
því ef til vill þótt henta aS láta Flosa koma þarna við sögu.
Svo ómerkilegt atriði sem þessi ferð Flosa er ekki líklegt
til óbrjálaðrar varðveizlu 200 ár.8
Að sögn Ara fóru þeir Gizur „þegar“ til meginlands úr
Vestmannaeyjum. Oddur fylgir Ara um þetta (AM 310 bls.
62). Er sú sögn og sennilegust, því að þeim hefir eflaust
verið hugleikið að komast sem allra fyrst til alþingis. Eft-
ir Gunnl. og Krs. dvöldust þeir 2 nætur (Flat. 5 nætur) í
Eyjunum. Gunnl. og Krs. kunna nákvæmlega að segja frá
því, við hvaða eyri þeir lentu, Hörgaeyri. Þeir eiga að
hafa flutt með sér tiltelgdan kirkjuvið frá Ólafi konungi
með þeim fyrirmælum, að þeir skyldu þar reisa kirkjur
sem þeir skytu fyrst bryggjum á land, enda hafi þeir hlut-
að, hvorum megin vogsins kirkjan skyldi standa, þar sem
áður hafi verið hörgar og blót (Krs.). Síðan eiga þeir að
hafa reist laup kirkjunnar og farið til meginlands að 2
nóttum liðnum (eða 5). Þessi sögn sýnist vera stæling á
sögn Gunnl. um landtöku Ólafs Tryggvasonar í Mostur og
kirkjugerð hans þar, er hann tók land í Noregi (Flat. I.
229). Hún er sögð bæði til dýrðar Ólafi konungi, eins og
samsvarandi sögn í sögu hans, og þeim Gizuri og Hjalta.
Gunnl. veit svo nákvæmlega um lendingu þeirra Gizurar
í Eyjum. Krs. veit, að þeiri báru föt sín á land og Gunn-
laugur lætur þá brjóta hörga á eyrinni fyrir heiðnum
mönnum. Allt ber því vitni, að þessar sagnir eru einber
tilbúningur.
Á miðvikudagsJcvöld eða fimmtudagsmorgun í 11. viku
sumars virðast þeir Gizur hafa farið úr Vestmannaeyjum.
Ari getur þess ekki, hvort þeir hafi verið á skipi sínu eða
farið á öðru skipi minna til meginlands, og ekki segir hann
heldur, hvar þeir hafi lent á meginlandi. Líklegast virðist,
að þeir hafi skotið báti af skipi sínu í land í Vestmannaeyj-
um og haft fregnir af landi og ef til vill fengið sér eitthvað,
er þá vanhagaði um, en síðan haldið áfram á skipi sínu. Ef
veður leyfði, mundu menn nú hafa siglt því vestur með
landi út á Eyrarbakka, eða ef til vill þá út í Þjórsárós, því
að þar hefir mátt koma skipum að landi eftir sögn Land-