Skírnir - 01.01.1941, Side 91
Skírnir
Kristnitökusagan árið 1000
89
námu um einn landnámsmanna (Landn. bls. 22). Höfund-
ur Njálu (104. kap.) hefir heyrt eða að minnsta kosti hugs-
að sér, að þeir hafi tekið land á Eyrum (þ. e. Eyrarbakka),
og brýtur sú sögn ekki í bág við sögn Ara, nema að því
leyti sem þessi landtaka þeirra er látin gerast 10 vikur af
sumri, því að hún hefði væntanlega átt að verða daginn
eftir, fimmtudaginn í 11. viku sumars. Ari getur ekkert
um tafir á leið þeirra. Hann gerir ráð fyrir því, að þeir
fari tafarlaust út í Laugardal. Ef þeir hefði komið skipi
sínu út í Þjórsárós eða á Eyrarbakka, þá var þeim vitan-
lega hreinn krókur að fara upp í Laugardal. Hvort sem
var farið, lá leiðin á Þingvöll upp Flóa og Grímsnes utar-
lega sunnan Lyngdalsheiðar. En þótt þeir hefðu lent aust-
ar, í Landeyjum, gat leið þeirra ekki legið um Laugardal,
nema þeir hefðu farið hinn mikla krók upp Rangárvöllu
og Land að Þjórsá að Nautavaði og þaðan út hreppa og
Biskupstungur með hlíðum, síðan út Laugardal og þaðan
norðan við Lyngdalsheiði á Laugarvatnsvöllu og út Gjá-
bakkahraun í Vellankötlu. En slíkan krók færi enginn,
sem þyrfti að flýta ferð sinni. Og hvers vegna staðnæmd-
ist Hjalti þá ekki á Núpi, þar sem hann hefir líklega búið?
Ef þeir hafa lent í Landeyjum, lá beinast að fara miklu
neðar, yfir Þjórsá hjá Urriðafossi eða ef til vill á Sand-
hólaferju, og liggur leið þá upp og út Flóa og yfir Hvítá
á Árhrauni eða Oddgeirshólum, upp Grímsnes að Búrfelli
og þaðan vestan undir Lyngdalsheiði að Gjábakka í Vell-
ankötlu. Upp í Laugardal hefði verið hreinn krókur. Heim-
ildarmenn Ara, Hallur í Haukadal og Teitur ísleifsson, og
Ari sjálfur, meðan hann dvaldist í Haukadal, hafa jafnan
farið um Laugardal til Þingvalla, og gera því líklega at-
hugalaust ráð fyrir för þeirra Gizurar þá leið.
Gunnl. (Flat. I. 442, Fms. II. 234) og Krs. (Bisk. I. 20)
láta þá Gizur lenda í Landeyjum. Þar fá þeir engan farar-
greiða né reiðskjóta fyrir austan Rangá, því að þar sátu
þingmenn Runólfs goða í Dal, er sekt hafði Hjalta sumarið
áður fyrir goðgá, í hverju húsi. Urðu þeir því að fara fót-
gangandi út Landeyjar og út að Háfi í Holtum. Þar bjó