Skírnir - 01.01.1941, Qupperneq 93
Skírnir
Kristnitökusagan árið 1000
91
Krs.? Ekki ber meira á milli en svo, að afbrigðin eru auð-
skýrð. Styrmir (eða Sturla) veit, að mægðum þeirra Þor-
valds og Hjalta er þakkaður farargreiðinn. Því nefnir
hann Hjalta einan. Ættin er rakin til Þorvalds í Ási. Hann
gætir þess ekki, að heimild hans segir, að fararskjótarnir
eru léðir í Háfi, sem nefndur er framar í setningunni.
Hjalti hefir líka orðið sekur fyrir atbeina Runólfs, og því
nefnir hann líka Hjalta einan. Hann veit, að Hjalti er
sagður hafa orðið eftir með 12. mann í Laugardal. Og því
telur hann Hjalta og menn hans hér sömu tölu. Hann gæti
vel hafa sett grein þessa eftir minni samkvæmt því, er
hann hefði lesið í Gunnl. eða Krs., eða heyrt sagt eftir
þessum ritum, alveg eins og menn skrá munnlegar sagnir
eftir minni. Ef Gunnlaugur hefir fyrstur skrásett sögn
þessa, þá er heimildargildi hennar ekki meira en annars,
sem Gunnlaugur hefir frumskráð. En jafnvel þótt sögn
þessi hefði verið skráð fyrir miðja 12. öld, í „Frum-Land-
námu“ t. d., má efast um heimildargildi hennar. Klerkar
hafa búið til svo margar sögur til þess að sýna harðúð og
óbilgirni heiðinna manna, að oft er ástæða til að efast um
sannindi sagna þeirra. Ef þeir Gizur hefðu orðið fyrir
töfum þessum austur í Landeyjum fimmtudaginn í 11.
viku sumars, þinghelgunardaginn, þá má mjög efast um,
að þeir hefðu mátt komast á Þingvöll næsta dag. Það
mundi hafa tafið þá ekki lítið, ef þeir hefðu fyrst orðið að
reyna fyrir sér um hestlán, fengið algera synjun og síðan
orðið að fara fótgangandi vestur undir Þjórsá. Og ekki
hefir greiðasynjun í Landeyjum eftir sögninni þó verið
svo alger, að flutning hafa þeir fengið yfir vatnsfall á
leiðinni. Sá fótur gæti líka verið fyrir sögninni, ef gert
er ráð fyrir því á annað borð, að þeir hafi lent í Landeyj-
um, sem alls eigi er víst og jafnvel alls ekki líklegt, að
þeir hefðu fengið þar, og ef til vill með naumindum, hesta
léða að Háfi, skilað þar lánshestum úr Landeyjum og
fengið nýja hesta. Síðan gæti hafa myndazt sögn um það,
að þeir hefðu fengið hesta í Háfi hjá mági Hjalta, með
því að þeim hefði verið synjað alls farargreiða í Landeyj-