Skírnir - 01.01.1941, Qupperneq 95
Skírnir
Kristnitökusagan árið 1000
93
menn saman með alvæpni, og lá við sjálft, að bardagi yrði.
Ari segir ekki, hvernig bardaga varð afstýrt. Gunnl. (Flat.
I. 442, Fms. II. 235) hefir skýringuna á reiðum höndum:
Með guðs miskunn skaut heiðingjum skelk í bringu, og
þorðu þeir ekki á að ráða. Höfundi Krs. (Bisk. I. 21) þyk-
ir þessi skýring sýnilega f jarstæð, því að hann hefir senni-
lega gert ráð fyrir því, að heiðni flokkurinn hafi verið
fjölmennari en kristni flokkurinn og alveg eins vel búinn
til bardaga. Krs. kemur því með miklu skynsamlegri skýr-
ingu, þá, að sumir hafi viljað „skirra vandræðum“, þó að
heiðnir væru. Hér hefir orðið sem svo oft annars, að hinir
vitrari menn og gætnari úr báðum flokkum og ýmsir, sem
ekki létu sig miklu skipta trúmálin — slíkir menn hafa
víst nokkrir verið þá á íslandi — hafa gengið á milli. Hafa
heiðnir menn leiðzt til þess að fórna lagareglunni um bann
við þingsókn seks manns fyrir friðinn. Hitt, að þeir vildu
meina Gizuri eða öðrum kristnum mönnum þingsókn, ef
þeir hefðu ekki haft sekan mann í för, kemur ekki til mála.
Þeir hafa ekki varnað Síðu-Halli þingreiðar, áður en þeir
Gizur komu, og var hann þó kristinn. Gizur hefði sætt
sömu kostum, ef Hjalti hefði ekki verið með honum.
Samkvæmt frásögn Gunnl. hafa heiðnir menn ætlað að
verja kristna flokkinum Þingvöllinn. Þessi frásögn er
hugsunarrétt. Eftir Krs. virðist heiðni flokkurinn fyrst
grípa til vopna eftir að þeir Gizur eru komnir til búðar, og
er það hugsunarrangt. Annars vilja bæði Gunnl. og Krs.
nú, er á Þingvöll er komið, segja söguna nákvæmar en Ari,
því að þeir láta Ásgrím Elliða-Grímsson, systurson Gizur-
ar, taka við honum og Hjalta með allri sveit þeirra í búð
sína. Gunnl. segir þetta berum orðum, en af orðum Krs.
virðist mega ráða, að hann vilji segja það. Þessi nákvæmni
í frásögn af 200 ára gömlum atburði sver sig í ætt. Gunnl.
yrkir hér við sögu. Svo smávægilegt atriði sem það, hvaða
búðarrúm þeir Gizur höfðu, er ólíklegt til varðveizlu 200
ár. Gunnl. þekkir frændsemi þeirra Gizurar og Ásgríms og
hann gizkar líklega á, að þeir hafi haft sína búð hvor á
alþingi, en að búð Gizurar hafi verið ótjölduð eða ónothæf