Skírnir - 01.01.1941, Blaðsíða 96
94
Einar Arnórsson
Skírnir
annars vegna brottvistar hans, og lætur hann því Ásgrím
taka við þeim félögum. Gizur og Ásgrímur hafa að líkind-
um verið sameigendur að goðorði Mosfellinga og sennilega
haft sömu búð á alþingi. Njála segir, að kristnir menn hafi
tjaldað búðir sínar, og að Gizur og Hjalti hafi verið í Mos-
fellingabúð. Höfundur Njálu hefir hér því líklegri tilgátu
um þetta en Gunnl.10
III. Atburðir á alþingi árið 1000.
Ari segir, að „annan dag eftir“ hafi þeir Gizur gengið
til lögbergs. Lögsögumaður kvaddi menn lögbergsgöngu og
réð því, hverir þar máttu vera. Hann sýnist hafa stýrt
þeim athöfnum, sem þar fóru fram. Orð Ara „annan dag
eftir“ á víst að skilja svo, að þeir Gizur hafi gengið til lög-
bergs daginn eftir að þeir komu á Þingvöll. Fundurinn að
lögbergi hefði því átt að vera laugarclaginn í 11. viku sum-
ars, ef þeir hafa komið á Þingvöll föstudaginn, sem helzt
virðist ætlandi. Laugardaginn í 11. viku sumars má og kalla
„annan dag“ þingsins, því að fimmtudaginn var ekkert gert,
nema að helga þingið. Laugardaginn fyrra í þingi var geng-
ið til lögbergs (Grg. I a 45), og er frásögn Ara, svo skilin
sem hér var gert í samræmi við það. Engin skýring er á því
gefin, hvernig Hjalti, sekur maður, mátti taka þátt í lög-
bergsgöngu, en Ara hefir þó verið sagt, að Hjalti hafi þar
verið, því að Ari segir óbeinlínis, að Hjalti hafi haldið þar
ræðu. Gunnl. og Krs. bæta hér sögnum við skýrslu Ara.
Þeir segja, að Þormóður prestur, sem Ari segir Ólaf kon-
ung hafa sent til íslands með þeim, hafi sungið messu á
gjábakka (árbakka Gunnl.) hjá Vestfirðinga búð, og að
eftir messuna (þaðan: Krs.) hafi þeir gengið til lögbergs,
7 lærðir menn skrýddir „ok báru fyrir sér tvá krossa mikla,
þá hina sömu sem nú eru í Skarðinu Ytra (Eystra: Krs.).
Merkir annarr hæð Hjalta Skeggjasonar, en annarr merkir
hæð Ólafs Tryggvasonar“. Ari getur einungis eins prests
í för með þeim Gizuri, en hjá Gunnlaugi eru þeir orðnir
sjöM Hefðu þeir allir orðið að koma með þeim Gizuri.