Skírnir - 01.01.1941, Page 97
Skírnir
Kristnitökusagan árið 1000
95-
Gunnlaugur hugsar sér messusöng, eins og hann tíðkaðist
um hans daga, fara fram á Þingvelli, og krossa („uppi-
haldsstikur“) borna fyrir í göngu þeirra til lögbergs, eins
og tíðkaðist í skrúðgöngum á kirkju vísu. Svo þegar til
lögbergs er komið, þá leggja prestar reykelsi á glóð, og
verður þá sú jartein, að ilminn af því leggur jafnt móti
vindi sem forvindis (Flat. I. 442—443) Fms. II. 235, Bisk.
I. 21—22). Það þarf varla að geta þess, að öll þessi sögn
Gunnl. og Krs. um prestana, messuna, skrúðgöngu og
krossa og loks reykelsi og ilm af því er helgisögn klerka.
Oddur (Am 310, bls. 62) getur krossanna með sama hætti
sem Gunnl. og Krs., en prestanna, messunnar og reykels-
isins getur hann ekki. Krossasagan virðist því munu elzt
vera. Reyndar getur Þjóðrekur munkur messunnar (12.
kap.), en ekki þarf það að vera eftir íslenzkri sögn, því að
vel var norskum klerki trúandi til að búa hana til. Vel má
vera, að í Skarði öðru hvoru (nema hér sé átt við kenni-
leiti á Þingvelli eða í grennd) hafi verið til á tímum Gunn-
laugs (Oddur nefnir ekki neitt, hvar krossarnir séu) tveir
góðir krossar, sem helgisögn þessi hafi myndazt um.
. Messugerðin, prestarnir sjö í skrúða, krossarnir og reyk-
elsið með jartein eru allt atriði, sem klerkar hafa búið til,
til þess að gefa í skyn, að heiðnir menn hafi illa staðizt
áhrif alls þessa.'
Ari segir stutt og laggott af atburðum að lögbergi. Gizur
og Hjalti halda þar ræðu. „En þat es sagt, at þat bæri frá,
hve vel þeir mæltu“. Hér er frásögnin sjálfsagt dálítið
ýkjukennd. Og engra ræðumanna af hendi heiðinna manna
er getið. Þó er varla efamál, að einhverir þeirra hafa líka
tekið til máls og talað vel frá sínu sjónarmiði. Oddur fylg-
ir hér Ara nokkurn veginn, en Gunnl. og Krs. auka hér
nokkru við. Gunnlaugur býr til nokkurn ræðustúf allklerk-
legan (Flat. I. 443, Fms. II. 235—236), sem hvorki Gizur
né Hjalti hafa getað haldið, en Krs. segir svo mikla ógn
hafa staðið af orðum þeirra, að engir óvina þeirra hafi þor-
að að mæla móti þeim (Bisk. I. 22). Þessi sögn er nokkurn
veginn í sama anda sem sögnin um bændur þá, er vildu