Skírnir - 01.01.1941, Page 98
96
Einar Arnórsson
Skírnir
andæfa kristniboði Ólafs Tryggvasonar á eynni Mostur, er
hann kom í Noreg. Fyrsti ræðumaður kom ekki upp orði
fyrir hósta, annar stamaði og þriðji varð svo rámur, að
enginn heyrði til hans (saga Odds, AM 310, bls. 47). Sömu
sögu hefir Gunnl. (Flat. I. 285), og Snorri hefir tekið hana
í Heimskr. í 61. kap. sögu Ólafs Tryggvasonar. En sagan
er með nokkru meiri gamankeim í Ólafssögunum en sögnin
í Krs..
Lögbergsfundinum lýkur hjá öllum heimildarmönnum á
því, að hverir að öðrum nefndu sér votta, hinir kristnu
menn og hinir heiðnu, og sögðust úr lögum hverir við aðra.
Enginn þessara sagnamanna reynir að skýra það, hvað í
slíkri yfirlýsingu felist. En Ari virðist skilja hana á þann
veg, eftir því sem ráða má á ræðu þeirri, sem hann leggur
Þorgeiri Ljósvetningagoða síðar í munn, að landsmenn ætli
sér að skiptast í tvö þjóðfélög, annað heiðið og hitt kristið.
Með þeim hætti yrðu tvö þjóðfélög (ríki) í landinu í sam-
býli og samneyzlu landsnytja, því að landamerki milli
þeirra hefðu engin orðið. Heiðnir og kristnir grannar
hefðu búið hverir innan um aðra, að minnsta kosti sum-
staðar. Hefði þar með eflaust skapazt hið mesta vandræða-
ástand. Ef sögn þessa ætti að skilja svo, að heiðnir menn
af sinni hálfu og kristnir af sinni hefðu flestir haft slík
ummæli, þá bæri hún hyggindum og stillingu höfðingja
landsins fremur lélegan vitnisburð. Ekki sýnist ólíklegt, að
þeir Gizur hafi sagt landsmönnum eitthvað það frá til-
tektum Ólafs konungs við Noregsmenn í kristniboði hans
í Noregi og um harðræði hans við íslendinga í Noregi og
líklegar aðgerðir hans um verzlunarskipti og samgöngur
íslendinga við Noreg, er veitt hefðu mörgum manni ærið
íhugunarefni, sem beint hefði huga þeirra að öðru en há-
tíðlegum yfirlýsingum um það, að nú vildu þeir slíta öll
þjóðfélagsbönd við trúarandstæðinga sína. Og þó að lög
væru um það, að kristnin skyldi metin frændaskömm, þá
hafa ættarböndin verið ríkari en svo, að nánir frændur,
feður, synir og bræður o. s. frv. hröpuðu margir að því að
slíta ættarböndin. En þjóðfélagsslit hefðu að nokkru að