Skírnir - 01.01.1941, Page 99
Skírnir
Kristnitökusagan árið 1000
97
minnsta kosti valdið slíkum frændslitum, því að heiðnir
menn og kristnir hefðu þá yfir höfuð ekki getað talið sér
lengur fært að eiga samneyti. Sögn Ara um þetta má vafa-
íaust ekki taka bókstaflega. Hún er ýkjublandin, eins og
sögnum er hætt við að verða í meðförunum, og misskilningi
blandin. Það gat verið nægilegt, að einhver ofsamaður eða
angurgapi heiðinn léti orð falla um það, að ekki væri bú-
andi við kristna menn í landinu, og einhver kristinn maður
hefði samsvarandi ummæli um heiðna menn. Munnmælin
gera einatt snögglega lifandi hænu úr einni fjöður. Þau
eru sjaldan rökföst, gera sjaldan grein orsaka og afleið-
inga þeirra atburða, sem þau hafa tekið til meðferðar,
heldur taka eitt atriði eða atriðaröð og stækka eða minnka
eftir atvikum. Á alþingi árið 1000 hafa eflaust verið nægi-
lega margir vitrir menn og gætnir í báðum flokkum, sem
ekki hafa viljað hrapa svo að ákvörðun um framtíð lands-
manna í fyrstu atrennu sem yfirlýsing um sundurslit lag-
anna hefði verið. Það kemur líka brátt í ljós eftir lögbergs-
fundinn, að vilji manna til þjóðfélagsslita hefur ekki stað-
ið djúpt eða verið almennur. Sú hin mikla tilhliðrunarsemi,
sem hvorir sýna öðrum, virðist bera því nægilega traust
vitni.
Þegar hér er komið sögu, skýtur Gunnl. og Krs. inn enn
einni nýrri sögn, um jarðeldinn í Ölfusi. Rétt um það leyti
sem heiðnir menn og kristnir hafa hver að öðrum sagzt úr
lögum hverir við aðra, „kom piltur einn hlaupandi á þing-
it ok flutti sitt erindi með mikilli ákefð. Sagði jarðeld upp
kominn ok renna óðlega ofan at bæ Þórodds goða ok ógn-
aði bráðum bruna allri hans eign“ (Gunnl.). Þetta láta
heimildarmenn þessir heiðna menn eigna reiði goðanna
vegna þess glundroða, sem orðinn var um trú manna. En
síðan færa þeir til snillisvar Snorra goða: „Um hvat reidd-
ust goðin þá, er hér brann hraunit, er nú stöndum vér á?“
(Krs. Gunnlaugur hefir tilsvar þetta nokkuð öðruvísi:
Hverju voru goðin reið, þá er hér brast jörðin, en nú
stöndum vér? Voru þat eigi minni býsn, ok ætlum vér goð-
in hvorugu valdit hafa“). Samkvæmt Hungurvöku bjó Þór-
7