Skírnir - 01.01.1941, Side 100
98
Einar Arnórsson
Skírnir
oddur goði að Hjalla í Ölfusi (Bisk. I. 60), og verður sú
sögn ekki rekin. En engar líkur eru til, að sá bær hafi
nokkuru sinni verið í hættu af jarðeldi (sbr. Árbók Fornl,-
fél. 1895, bls. 24—29). Nú leggja sumir fullan trúnað á
þessa sögn, og telja þeir, að þá hljóti að vera átt við annan
bæ en Hjalla á jörð, sem Þóroddur hafi átt, en ekki átt
heima á. Og er þess þá getið til, að átt sé við Hraun í
Ölfusi (sbr. kristnitökurit B.M.Ó., bls. 91). Því er þá
trúað fullum fetum, að þarna hafi runnið hraun árið 1000.
Ef hraunið rann á bæ á einhverri jörð, sem Þóroddur átti,
en hafði ekki heimili á, þá mundi varla vera komizt svo að
orði, að það rynni á bæ hans. Sögnin sýnist ekki frá kunn-
ugum manni runnin. Þóroddur goði og þeir feðgar Skafti
lögsögumaður hafa verið meðal nafnkunnustu manna
landsins á sinni tíð, og lengi síðan hefir minning þeirra
geymzt í Árnessþingi og víðar, og menn hafa þar eflaust
lengi vitað, hvar Þóroddur bjó. Það ber ókunnugleika höf-
undar — eða að minnsta kosti skrásetjara sagnar þessarar
— vitni, hvernig hann segir frá. Maður eða „piltur“
(Gunnl.), kemur „hlaupandi“ á þingið, rétt eins og sögu-
maður hugsi sér svo sem steinsnar milli Þingvallar og
„bæjar“ Þórodds goða, og maður (eða piltur) hafi verið
sendur fótgangandi til þess að flytja tíðindin. Frá Hjalla
eða Hrauni er þó nokkurra klukkustunda reið á Þingvölþ
þótt hart sé farið. Það, sem helzt má færa til þess, að ein-
hver fótur kunni að vera fyrir sögu þessari, er tilsvar það,
sem eftir Snorra goða er haft. Það er víst rétt, að góð til-
svör geta stundum geymzt alllengi, þótt þau séu óskráð og
órímuð, enda þótt oft verði missagnir um þau, bæði um
efni þeirra, hver þau hafi sagt, hve nær og hvers vegna
þau voru sögð. En söguhöfundar íslenzkir á 12. og 13. öld
hafa mjög tíðkað að búa tjl og leggja söguhetjum sínum í
munn góð tilsvör og samtöl, svo sem skáldsagnahöfundar
gera eftir föngum. Sagnamaður, sem þekkti nokkuð til
skaplyndis og vitsmuna Snorra goða, mundi hafa talið
hann sérstaklega vel fallinn til þess að mæla slíkum orðum
sem Krs. leggur honum í munn. Viðbót Gunnlaugs við til-