Skírnir - 01.01.1941, Síða 102
100
Einar Arnórsson
Skírnir
lögsögumaður landsins, sem til landstrúarinnar játaðist,
yrði þar fyrir kjöri. Þorgeir hefir sjálfsagt haft orð á sér
fyrir vitsmuni og gætni. Þeir Þorgeir og Hallur eiga að
leita málamiðlunar, samninga milli flokka, sjálfsagt með
ýmsum beztu mönnum beggja megin.
Gunnl. kann að greina þá skilmála, sem Hallur á að hafa
sett Þoirgeiri, að allir menn skyldu kristnir vera á fslandi,
að óheilög skyldu vera öll blót, hof og skurðgoð, og að f jör-
baugsgarð skyldi varða blót öll (Flat. I. 443). Það þarf ekki
að taka það fram, að þessir skilmálar eru allir hugsmíð
Gunnlaugs. Þorgeir hefir ekki verið sá maður, að hann
gerðist til þess að svíkja trúfélaga sína með þeim hætti.
En þar að auki er það allt stjórnskipuleg fjarstæða, sem
Gunnl. lætur hafa gerzt. Lögsögumaður hafði ekkert vald
til þess að ákveða það, sem Gunnl. lætur hann skuldbinda
sig til. Til þess þurfti lög, en lögsögumaður hafði ekki lög-
gjafarvald, heldur lögrétta. Með sama hætti hefði Þorgeir
ekki heldur getað sagt kristna þjóðfélaginu önnur lög en
það hefði áður sett sér. En Ari virðist ekki heldur skilja
þetta eða athuga. Hann virðist halda, að Hallur hafi falið
Þorgeiri nokkurskonar sjálfdæmi. En það hefði verið svik
við kristna flokkinn að fela heiðnum manni nokkurt slíkt
sjálfdæmi. En allt verður skiljanlegt, ef Hallur og Þorgeir
hafa hvor um sig verið kjörinn oddviti hvor síns flokks til
samninga um málið.
Orð Ara um það, að Hallur hafi „keypt“ að Þorgeiri, að
hann segði upp lög kristinna manna, hafa hinir heimildar-
mennirnir skýrt svo, að Hallur hafi goldið Þorgeiri kaup
fyrir lögsöguna. Ari virðist og hafa haldið, að Þorgeir hafi
tekið þetta starf að sér og því hafi hann átt að fá kaup fyr-
ir. En Ari nefnir það ekki, hversu mikið skyldi gjalda, enda
hefir víst enginn fundið kauphæðina fyrir hans daga.
Hana finna þeir eftirmenn hans í söguritun. Oddur (AM
310, bls. 62) lætur Hall gjalda „hálfa mörk silfurs“.ls Ein
mörk var 8 aurar, og hálf mörk því 4 aurar. Ef gert er ráð
fyrir því, að 4 aurar silfurs hafi jafngilt 4 aurum vaðmála,
eins og sagt er verið hafa um 1000 (Grg. I b 192, III 462),