Skírnir - 01.01.1941, Page 105
Skírnir
Kristnitökusagan árið 1000
103
ekkert kunnugt um, sem henda má reiður á, því að lítt
mark er takandi á orðum landnámubóka frá 13. öld um
mannblót á Þórsnesi (Landn. bls. 59), enda gætu þau ver-
ið röng túlkun á orðum Eyrbyggju 4. kap. um blóð þeirra
„kvikinda“, „er goðunum var fórnat“. Sögn Gunnl. og Krs.
um mannblót þessi og heit er ósvikin klerkasögn, til
ófrægðar heiðnum mönnum, en til fremdar kristnum.
Næsta morgun, sem ætti að hafa verið sunnudaginn í
11. vilcu sumars, lætur Ari Þorgeir lögsögumann rísa á
fætur undan feldi sínum. Og fylgja hinir söguritarar hon-
um um það. Kveður lögsögumaður nú til lögbergsgöngu.
Gunnl. er mjög kunnugur því, sem þar gerðist, því að
hann segir, að þar hafi verið fyrst „þyss mikill og há-
reisti“. Getur hann sér þessa auðvitað til og segir síðan
svo sem sannleikur væri. Samningamenn flokkanna hafa
kjörið lögsögumann framsögumann málsins, að því er virð-
ist og eðlilegt má þykja. Tekur hann nú til máls, er menn
eru til lögbergs komnir. Ari — og hinir eftir honum nokk-
urn veginn með sama hætti — lætur Þorgeir nú flytja ræðu
að lögbergi. Það er sjálfsagt rétt, að Þorgeir hefir flutt
þar ræðu, en sú ræða getur ekki hafa geymzt næstu 100
árin eða nálægt því, nema ef til vill einhver atriðisorð
hennar, svo sem þau, að slitið mundi friðinum, ef menn
sliti í sundur lögin. Ari hefir samið ræðuna, líkt og sagna-
menn vorir hafa samið ræðu Einars Þveræings, er beiðni
Ólafs digra um Grímsey var borin upp á alþingi. Ari gæti
hafa farið að dæmi rómversku söguritaranna, er flytja
orðréttar ræður sumra söguhetja sinna. Hver veit, nema
Ari hafi þekkt t. d. Sallustus eða Livius, sem þenna hátt
hafa. Rómverska skáldið Ovidius var t. d. lesinn á Hólum í
tíð Jóns biskups helga, einmitt á dögum Ara fróða (Bisk.
I. 165, 238). Og er ekki ólíklegt, að rit fleiri rómverskra
höfunda hafi borizt hingað á ofanverðri 11. og öndverðri
12. öld.
I lok ræðu sinnar lætur Ari Þorgeir fá heitorð beggja
flokka heiðinna manna og kristinna, um það, að allir
skyldu hafa ein lög og halda lög þau, er hann segði upp. Og