Skírnir - 01.01.1941, Síða 106
104
Einar Arnórsson
Skírnir
taka hinir heimildarmennirnir það eftir honum.16 Þorgeir
er að vísu látinn tala um einhverja málamiðlun milli heið-
inna manna og kristinna, en hann er ekki látinn geta þess
í ræðu sinni, í hverju málamiðlunin sé fólgin. Hvorir
tveggja eru látnir gefa það alveg á vald lögsögumanns,
hvert vera skuli efni þeirra laga, sem hann „segði upp“.
Þeir eru hvorir tveggja látnir „kaupa köttinn í sekknum'k
Oddur (AM 310, bls. 63) virðist gera sér þetta ljóst, því
að hann segir, að heiðnir menn hafi vænt þess, að eftir
þeirra vilja mundi gert vera, af því að Þorgeir var heiðinn,
en kristnir menn hugðu „at hann mundi gera eftir kaup-
mála þeirra Halls“. Reyndar segir hvorki Ari né Oddur
neitt um slíkan „kaupmála“. Njála segir, að heiðnir menn
hafi þótzt sviknir, og er eigi furða, ef rétt væri frá skýrt-
Það er svo fráleitt, að aðiljar hafi lagt það á vald eins
manns, hver lög skyldu ganga í gildi um trú manna, að
því verður ekki með nokkru móti trúað. Um það hefir áð-
ur verið fengið samkomulag beztu manna fyrir milligöngu
Halls og Þorgeirs og annara góðra manna. Ef frásögn af
slíkum samningagerðum er sett í stað hinnar barnalegu
feldarsögu og þagnar Þorgeirs, þá verður málið skiljan-
legt. Allir betri mennirnir vita þá fyrir fram, hvert vera.
skuli efni þeirra laga, sem Þorgeir muni „segja upp“.
Þorgeir hefir eflaust lýst því, hver nauðsyn var á sam-
komulagi um trúna. Að því loknu hefir hann lýst efni þess
samkomulags, sem orðið var. Og þá hafa menn gefið máli
hans góðan róm, allir þeir, sem ánægðir voru, en hinir hafa
talið hallkvæmast að láta við svo búið standa. Ari greinir
sjálfsagt rétt í aðalatriðum samkomulag það, sem fengið
var. Aðalefni þess var, að allir óskírðir menn á íslandi
skyldi kristnir vera og skírn taka. Með þessu fær kristni
flokkurinn sitt mál fram í orði. En foringjar kristna
flokksins hafa orðið að veita mjög mikla tilslökun, sem
vænta mátti. Fyrsta — og sjálfsagt mesta — tiislökunin
var fólgin í því, að blóta mættu menn á laun, en fjörbaugs-
garð skyldi varða, ef vottfast yrði. í kyrrþey máttu menn
því framvegis, enda þótt þeir væru skírðir, þjóna sínum