Skírnir - 01.01.1941, Side 107
Skírnir
Kristnitökusag'an árið 1000
105
gömlu goðum, og ekki mátti þá dæma til refsingar fyrir
það, þótt kviður vildi bera þá seka. Yerkið var því að eins
refsivert, að þeir yrðu staðnir að því. Slík skipun er ákaf-
lega einkennileg. Sami maður skal vera opinberlega krist-
inn, en má þó í leyni þjóna heiðnum goðum. Nú, er trú-
frelsi er viðurkennt nokkurn veginn, þykir þetta ef til vill
ekki mikilli furðu sæta, en frá sjónarmiði heilagrar kirkju
um 1000 hlaut það að þykja hneyksli. Hin atriðin, að
standa skyldi hin fornu lög um barnaútburð og hrossa-
kjötsát, fólu að vísu í sér ívilnanir til heiðinna manna, að
því leyti sem hvort tveggja var andstætt lögum og siðferði-
reglum kirkjunnar, en hvort tveggja hefir þó skipt fjárhag
manna, bæði heiðinna og kristinna. Hrossakjöt hefir verið
almenningi mikilsverð fæðutegund og útburður þrælsbarna
og ef til vill barna fátæklinga hefir sennilega eitthvað verið
tíðkaður af fjárhagsástæðum, þótt ekkert sé nú um það
vitað. Þjóðsögur þær, sem stöku sinnum hittast í 13. aldar
ritum um útburð barna, benda til þess, að menn hafi þá
haldið, að betri mönnum hafi þegar á 10. öld verið ósam-
boðið talið að bera börn sín út (Gunnlaugs saga ormstungu
3. kap., Finnbogasaga 2. kap.). Fyrir Gunnl. (Flat. I. 446,
Fms. II. 247) virðist það vaka, að hrossakjötsát og barna-
útburður muni hafa verið leyfður af fjárhagsástæðum, þó
að greinargerð sú, sem hann lætur Þorgeir flytja um þetta
í ræðu sinni, sé ekki með öllu hugsunarrétt.
Gunnl. og höfundur Njálu geta ekki stillt sig um að bæta
nokkru við frásögn Ara um efni laganna og segja að ýmsu
rangt frá því. Gunnl. segir, að Þorgeir hafi svo kveðið á,.
„að hof öll ok skurðgoð“ skyldu „vera óheilög ok niðr brot-
in“. Njála segir, að menn skyldu trúa á einn guð (þetta
hefir Krs. líka) — föðr ok son ok anda helgan —, en láta
af allri skurðgoðavillu, bera eigi út börn ok eta eigi hrossa-
kjöt. Viðbæturnar um óhelgi hofa og skurðgoðavillu eru
sýnilega viðbót klerka. Samningamennirnir kristnu hafa
ekki heimtað og ekki fengið heiðnum mönnum svo særandi
ákvæði samþykkt í lögin. Þeir hafa alls ekki farið þess á
leit, að hverjum, sem það vildi, skyldi heimilt að spilla