Skírnir - 01.01.1941, Side 108
106
Einar Arnórsson
Skírnir
eignum manna og særa trúarkennd manna, sem heimilt
var þó að blóta í kyrrþey, með spjöllum á hlutum, sem
heiðnum mönnum voru helgir. Þeir hafa ætlað tímanum
að rétta þau spjöll, sem voru á kristnihaldi manna í upp-
hafi, eftir því sem hin þáverandi heiðna kynslóð hyrfi af
vettvangi. Viðbætur þessar eru auðsær klerkatilbúningur.
Njála lætur Þorgeir enn segja fyrir um „drottinsdaga hald
ok föstudaga, jóladaga ok páskadaga olc allra hinna stærstu
hátíða“. Nær það engri átt, að svo margvísleg og flókin
ákvæði sem kirkjan hafði um þessi efni hafi verið í hin-
um fyrstu lögum um kristna tru hér á landi. Klerkurinn
kemur hér aftur upp í höfundi þessar sagnar í Njálu.
Það, sem fram fer að lögbergi og nú hefir verið lýst,
er samstætt því, er segir í 5. kap. íslb. um tölu Þórðar
gellis að lögbergi um nauðsyn nýrra laga um varnarþing
o. fl. Þó að lögsögumaður hefði ekki vald til að setja lög
og ekki væri lögberg vettvangur lagasetningar, þá var eðli-
legt, að menn hreyfðu þar nauðsyn og röksemdum nýrra
laga í heyranda hljóði og gerðu tillögur um þau að öðru
leyti, og var þetta því heppilegra sem lögin vörðuðu meir
hagsmuni alþjóðar.Um kristnitökulögin var mjög heppilegt
og reyndar óhjákvæmilegt að skýra þingsóknarmönnum frá
samkomulaginu um hin nýju lög og nauðsyn þess og að
heyra síðan undirtektir. Og þetta hefir allt gerzt að lög-
bergi. Ari, og allir hinir heimildarmennirnir eftir honum,
virðist halda, að setningu sjálfra laganna væri þar með lok-
ið. Hann heldur, sem áður segir, að Þorgeiri hafi verið selt
löggjafarvaldið í hendur, að hann hafi fengið nokkurs-
konar sjálfdæmi um málið. En þessu getur ekki hafa verið
svo varið. Eftir var að ganga frá hinurn nýju lögum sam-
kvæmt stjórnarskipun landsins. Það skyldi lögrétta gera.
Þar skyldu menn „rétta lög sín ok gera nýmæli, ef vilja“
(Grág. Ia 212). Það samkomulag, sem fengið var og þing-
heyjendur höfðu gert góðan róm að, hefir því verið orðað
skýrt og borið upp í lögréttu, hvort sem fundur til þess
hefir verið haldinn sama dag eða síðar. Fara engar sögur
.af því.