Skírnir - 01.01.1941, Blaðsíða 109
Skírnir
Kristnitökusagan árið 1000
107
Margir munu telja það jafnvel bíræfni að véfengja sögn
Ara af atburðunum á alþingi árið 1000. En þar til má
þessu svara. I fyrsta lagi verður ýmislegt í henni ekki sam-
rýmt heilbrigðri skynsemi, eins og vikið hefir verið að. í
öðru lagi brýtur hún bág við lög þau, sem þá hafa í landi
gengið. I þriðja lagi kemur það annars staðar í ljós í frá-
sögnum Ara, að honum hafa verið mjög óljósar reglur þær,
sem um lagasetningu hafa gilt, og það einnig um slík á-
kvæði um sjálfs hans daga. Hann lætur Skafta „setja“
fimmtardómslög og hann telur Skafta lögsögumann hafa
sakir ríkis síns og landsstjórnar valdið sekt margra ríkis-
manna, meðan hann hafði lögsögu. Og loks segir hann
mjög óskilmerkilegá frá lagasetningunni 1117 og 1118
(íslb. 10. kap.), rétt eins og búast mætti við, að maður,
sem alls ókunnugur væri meðferð lagafrumvarpa á alþingi
nú, mundi segja frá samþykkt þeirra þar. I fjórða lagi
hermir Ari allt að 100 ára gamlar sagnir, sem skolazt
kunna að hafa og brenglazt í meðförunum, eins og óhjá-
kvæmilegt er, jafnvel þó að heimildarmenn séu tiltölu-
lega góðir. Jafnvel menn, sem notið hafa menntunar þeirra
tíma, sem sagnir þessar hafa gengið, hafa almennt verið
mjög gagnrýnilitlir. Er slíkum mönnum mjög hætt við
ónákvæmri frásögn. Svo þarf venjulega eitthvað „sögu-
legt“ að vera í munnmælum. Þetta vekur ýkjuhneigð. Þor-
geir lögsögumaður þarf t. d. að vera sérstaklega gætinn
maður og spakur. Gætni hans og speki verður átakan-
legri með því að láta hann leggjast undir feldinn og hvíla
þar alþöglan allt að sólarhring. Upphaflega sögrtin þarf
ekki að hafa verið öðruvísi en svo, að hann hafi tekið sér
hvíld í búð sinni um stund eftir lögbergsfundinn fyrra.
Svo getur það atvik ýkzt svo í meðförum, að hvíldin hafi
tekið allt að sólarhring, og að hann hafi við engan talað,
og girt þar með fyrir alla truflun, svo að hann mætti ráða
í einrúmi ráð þau, sem mestu máli skipti um framtíð
landsins.
Ari lýkur kristnitöku sögn sinni á lögbergsfundinum
síðari. Og svo gerið Oddur og Njála. En Gunnl. og Krs.