Skírnir - 01.01.1941, Page 111
Skírnir
Kristnitökusagan árið 1000
109
árið 1000. „Þat sumar var skírður allr þingheimr, er
menn riðu heim“. Krs. nefnir hvorki primsigningu né
skírn á Þingvelli. Hún lætur Norðlendinga og Sunnlend-
inga alla hafa verið skírða í „Reykjalaugu“ í Laugardal,
„því at þeir vildu ekki fara í kalt vatn“, en flesta Vestan-
menn í Reykjalaugu í Syðri Reykholtsdal, og kom Snorri
goði mestu á leið við þá. Hér eru Norðlendingar og Sunn-
lendingar hræddir við kalda vatnið, en Austfirðinga er
ekki getið. Hvers vegna fóru Ölfusingar, Suðurnesjamenn
og Grímsnesingar sumir til skírnar í Laugardal? Nóg
höfðu þeir heita vatnið nær sér.
Um land allt hefir meiri hlutur manna verið óskírður
árið 1000. Menn hafa smátt og smátt verið skírðir. Hafa
áhugamenn í hverju byggðarlagi gengizt fyrir því. Sakir
algerrar prestafæðar hefir siðum heilagrar kirkju ekki
orðið fylgt að öðru en því, að mönnum hefir verið dýft í
vatn og skírnarorðin hafa verið við höfð, eins og mælt er
í Kristinrétti hinum forna (Grág. Ia 6, II 4). Nokkrum
mönnum hafa — líklega þegar á þingvelli — verið kennd
orð og atferli við skírn. Það hefir Þormóður prestur get-
að gert. En síðan hafa þeir menn skírt fólk hver í sínu
byggðarlagi. Líklegast er, að sögnin um skírn þingheims
á þingvelli sé að öllu eða mestu leyti tilbúningur klerka á
12. öld. Eflaust er skírnarsögn Gunnlaugs munks tilbún-
ingur hans sjálfs eða annara klerka. Hefir þeim klerkum
fundizt sjálfsagt, að þegar hafi verið undið að skírn allra
þeirra, sem til varð náð, og svo hafa þeir búið til skírnar-
sagnirnar í samræmi við það, að vísu í nokkuð mismun-
andi útgáfum. Um skírn almennings í byggðum landsins
eru annars engar sagnir, nema hjá Gunnlaugi, sem segir,
að alþýða manna hafi verið skírð sama sumarið sem
kristni var lögtekin svo fljótt sem því hafi orðið við kom-
ið. Er þetta vafalaust rétt til getið, enda þótt Gunnl. hafi
;sjálfsagt enga vitneskju um það haft.