Skírnir - 01.01.1941, Page 113
Skírnir
Kristnitökusagan árið 1000
111
komulag fekkst. Daginn eftir, sunnudaginn í 11. viku
sumars, er svo haldinn fundur a8 lögbergi. Þorgeir lög-
sögumaður hefir þar framsögu af hendi samningamanna,
þar sem hann lýsir nauðsyn á friðsamlegri lausn málsins
og lýsir samkomulagi samningamanna. Þingheimur tekur
yfir höfuð vel máli hans. Síðan, sama dag að líkindum,
hefir fundur verið haldinn í lögréttu, og þar hefir verið
gengið frá hinum nýju lögum um trú landsmanna. Aðal-
kjarni þeirra hefir verið sá, að allir landsmenn slcyldi
kristnir vera og skírn taka. I þessu ákvæði er fólgin hin
mikla ívilnun til kristinna manna. En þeir verða að veita
heiðnum mönnum aðra mikilsverða ívilnun: heimildina til
launblóta. Af fjárhagsástæðum eru hin fornu lög um
hrossakjötsát og barnaútburð látin haldast, þótt kristn-
um mönnum, að minnsta kosti sumum, hafi þar þótt mjög
farið í bága við kenningar og siðferðilög kirkjunnar. Orð
og atferli að skírn hafa verið nokkrum mönnum kennd, og
hafa þeir svo skírt landsmenn hver í sínu byggðarlagi,
þegar er því varð við komið.
Ari gerir of mikið úr yfirlýsingum heiðinna manna og
kristinna um lögslit þeirra og telur þær hafa haft verk-
anir, sem þær virðast ekki hafa haft. Því er sögn Ara um
lögsögumannskjör Síðu-Halls á misskilningi byggð og kaup
hans við Þorgeir lögsögumann rangsögð. Sögnin um legu
Þorgeirs undir feldinum er þjóðsaga. Ræðu hans á síðari
lögbergsfundinum hefir Ari samið, og það er misskilning-
ur Ara, að heiðnir menn og kristnir hafi fyrir fram ját-
azt undir lög þau, er Þorgeir „segði upp“. Það er loks mis-
skilningur Ara, að hin nýju lög hafi til orðið að lögbergi
og fyrir „uppsögu" lögsögumanns.
Sögn Ara um Laugardalsför þeirra Hjalta og Gizurar
er mjög ólíkleg. Sama er um sögn síðari höfunda um þing-
för Brennu-Flosa, um viðtökur þeirra Gizurar í Landeyj-
um og gönguför að Háfi. Sagnir þeirra um prestana sjö,
messuna á þingvelli, krossana, skrúðgönguna til lögbergs,
reykelsið og ilminn af því, jarðeldinn í Ölfusi, mannblót