Skírnir - 01.01.1941, Page 114
112
Einar Arnórsson
Skírnir
heiðingja og sigurgjafir kristinna manna og loks um
primsigning og skírn þingheims eru allar seinni tíma til-
búningur.
Tilvitnanir.
1) Nema kviðlingur Hjalta árið 999.
2) Hér eftir skammstafað: Islb.
3) Annað mál er það, að sögn þessi virðist vera tilbúningur að
mestu eða öllu. Hvernig var nefskatti þessum á komið, meðan ekk-
ert allsherjarþing var? Hvernig var hann heimtur? Ef hann var
frjálst gjald, hvernig mátti það vera, að allir gyldu jafnt? o. s. frv.
4) Frásögn hans af lögtöku tíundar er þó sýnilega af litlum
skilningi ger.
5) Hér eftir verður vitnað í útg. P. Groths 1895 af AM 310.
6) Hér eftir skammstafað: Gunnl. og vísað til Flateyjarbókar
(Flat.) og Fornmannasagna (Fms.).
7) Hér eftir skammstafað : Krs.
8) Gunnlaugur sýnist hafa verið ókunnugur staðháttum á Suður-
landi og varar sig því líklega ekki á missmíðum á sögu sinni af al-
þingisför Flosa.
9) í Kristnitökuriti sínu (bls. 78) fullyrðir B. M. Ólsen það, að
kristnir menn, sem aðallega hljóta að hafa verið fulltingsmenn
þeirra Gizurar, hafi alls ekki verið komnir á þingvöll, er þeir Gizur
komu í Vellankötlu. Þessir menn hafi ekkert erindi átt þangað,
annað en ef til vill að vekja þar óspektir, enda hafi hinir „nýju
goðar“ (þar á meðal hinir kristnu goðorðsmenn) þegar sagzt úr
lögum við hina heiðnu menn og haldið þing sér. Hafi kristnir menn
fyrir þingið mælt sér mót í Vellankötlu, enda muni heiðnir menn
hafa ætlað að verja þeim öllum vígi þingvöllinn. Ekki verður séð,
að sá skilningur fái samrýmzt orðum Ara né hinna heimildarrit-
anna. Ef kristnir menn og aðrir fulltingsmenn þeirra Gizurar voru
alls ekki á þingvöll komnir og höfðu mælt sér mót í Vellankötlu
fyrir þingið, þá þurfti Gizur ekki að senda þeim orð ,,á Þingvöll“,
því að þá hefðu þeir verið fyrir í Vellankötlu, þegar Gizur kom
þangað. Ekki eitt orð í heimildarritunum — og þá auðvitað fyrst
og fremst íslb. — veitir nokkra átyllu til ályktunar um það, að
heiðnir menn hafi ætlað að verja öðrum mönnum þingvöllinn en
Gizuri og Hjalta, og vafalítið einungis af því, að Hjalti, sekur mað-
ur, var í flokki hans, að þeirra hyggju.
Vér vitum nú lítið um það, hverjar rætur kristin trú hefir fest í
landinu fyrir árið 1000. Víst sýnist mega telja, að lítið hafi að