Skírnir - 01.01.1941, Side 115
Skírnir
Kristnitökusagan árið 1000
113
henni kveðið fyrir komu Þangbrands til landsins, og algera yfir-
hönd virðast heiðnir menn hafa haft á alþingi sumarið 999, er
Hjalti Skeggjason varð sekur um goðgá. Prásögn Gunnl. (Flat. I.
426—427, Fms. II. 207) og Krs. (Bisk. I. 17) um þetta er heldur
en ekki tortryggileg. Hjalti hefir, að því er víst má telja, verið sótt-
ur til sektar í Sunnlendingadómi (Rangæingadómi) á alþingi. Þann
dóm hafa goðar í Kjalarnessþingi, Árnessþingi og Rangárþingi skip-
að þingmönnum sínum, þar á meðal Runólfur Ulfsson sjálfur, sem
liklega hefir verið ríkastur goði í Rangárþingi, og Valgarður grái
eða Mörður sonur hans. Vera má, að Hjalti hafi reynþ að hleypa
upp dómi, og ber það meir vott um ofurkapp en löghlýðni. En hitt,
að engi dómenda hafi fengizt til að reifa málið, getur ekki verið
rétt. Einhver þingmanna þeirra Runólfs sjálfs eða þeirra feðga
hlýtur að hafa fengizt til þess. Annars var hverjum dómanda, er
það hlaut (þ. e. er hlutur hans kom upp) skylt að reifa mál, að við-
lagðri fjörbaugssök. Krs. segir, að málið yrði ekki reifað, fyrr en
„Þoi'björn Þorkelsson úr Goðdölum“ hafi sezt i dóminn og gert
það. Virðist þessi maður hafa verið skagfirzkur, og er torvelt að
skýra það, hvernig hann hefði átt að sitja í Sunnlendingadómi.
Hjalti hefir verið sekur ger, en sögnin, sem um þann atburð hefir
ofizt og nú var nefnd, virðist vera að mestu tilbúningur seinni
tíma, enda ekki skráð, svo að vitað sé, fyrr en um 200 árum eftir
atburðinn.
B. M. Ó. heldur því fram í áðurnefndu riti sínu (bls. 41 o. s.
frv.), að á árunum frá því, er þeir Þorvaldur Koðránsson og Frið-
rik biskup hófu hér kristniboð sitt (981) og fram undir árið 1000
hafi kristin trú verið orðin allútbreidd um landið. Telur hann, að
fyrir" þetta hafi þá komizt allmikið los á stjórnarskipun landsins.
Kristnir goðorðsmenn hafi hlotið að segja sig úr lögum við hina
heiðnu menn, og ýmsir, sem út undan hafi orðið, er skipun sú á goð-
orðum, sem við Þórð gelli er kennd, komst á, hafi nú tekið upp ný
goðorð, enda hafi slíkir kristnir goðar og ,,nýir“ goðar þá tekið
upp þing sér. Kristnir goðorðsmenn hafi ekki getað trúar sinnar
vegna innt lögskil af hendi á þingum o. s. frv. Fyrir komu Þang-
brands er víst einskis kristins goðorðsmanns getið, nema Þorvarðs
Spak-Böðvarssonar í Ási í Hegranesi, sem líklega hefir átt goðorð
eða hlut í því. Kristniboð Stefnis Þorgilssonar virðist engan árang-
ur hafa borið. Þangbrandur skírði, að sögn Ara, Hall af Síðu og
Gizur hvíta, sem báðir hafa verið goðorðsmenn, auk Hjalta Skeggja-
sonar, sem kann að hafa átt í goðorði, en um það er allt óvíst. Ari
segir, að „margir höfðingjar aðrir“ hafi látið skírast af Þangbrandi,
en hann nafngreinir enga þeirra, og segir hann fleiri hafa móti
mælt, enda hefir Þangbrandi varla verið lengur landvært, og illa
bar hann íslendingum söguna, er hann var til Noregs kominn eftir
8