Skírnir - 01.01.1941, Side 116
114
Einar Arnórsson
Skírnir
íslandsför sína. Ef nokkuð hefir kveðið að kristinni trú meðal for-
manna landsins fyrir 1000, þá getur það ekki hafa orðið, fyrr en
eftir dvöl Þangbrands á landinu, eða allra síðustu árin fyrir 1000.
Þetta los hefði þá átt að gerast mjög skjótlega, árin 998—999. En
allar heimildir um slíka byltingu brestur. Ari, sem er elzti þekkti
heimildarmaður vor, virðist ekki hafa heyrt hennar getið. Honum
hefir verið sagt, að heiðnir menn og kristnir hafi sagzt úr lögum
hverir við aðra á alþingi árið 1000, en hann hefir enga sögu að
segja um það, að það hafi fyrr gerzt. Og ef kristnir menn hafa ver-
ið gerðir rækir eða sagt sig úr lögum við heiðna menn áður, þá
hefði ekki þurft að endurtaka þá ákvörðun árið 1000.
En vera mætti, að slík bylting hefði orðið, þótt heimildir gætu
hennar hvergi. Og þyrfti þá að leiða sterkar líkur eða sönnur að
því, að svo hafi hlotið að vera. Sagnir eru nokkrar til af þinginu
árið 999. Hjalti Skeggjason, sem þá hefir þegar verið skírður, sæk-
ir þetta þing og fær að taka til máls að lögbergi. Þar kveður hann
kviðling sinn. í upphafi þingsins árið eftir segir Ari, að „fulltings-
menn“ þeirra Gizurar og Hjalta hafi verið til þings komnir á und-
an þeim, því að þeir Gizur gerðu þeim orð „til þings“. Það virðist
ekki of djörf fullyrðing, að Síðu-Hallur hafi verið einn þessara
fulltingsmanna, sem til þings voru komnir. Það er efalaust, að Ara
eða heimildarmanni hans, Teiti (eða Halli) hefir ekki verið kunn-
ugt um nokkra slíka byltingu. Þeir gera ráð fyrir því, að alþingi
sé háð af formönnum landsins þessi árin með sama hætti sem
annars.
Þó að fáeinir goðorðsmenn eða stórbændur létu skírast, þá þurfti
það ekki að raska meðferð þingmála og lögskilum yfir höfuð.
Kristinn goðorðsmaður, sem ekki vildi vinna heiðinn eið, gat að
lögum falið einhverjum þingmanna sinna meðferð goðorðs síns,
og þurfti því ekki að segjast úr lögum við aðra formenn landsins.
Ókunnugt er og um upptöku nýrra goðorða í landinu fyrir árið
1000. Rétt er það að vísu, að Njála lætur Höskuld Þráinsson taka
upp nýtt goðorð, áður en kristin trú var lögtekin. Og telur B. M. Ó.
(bls. 45) þessa sögn Njálu máli skipta í þessu efni. En Njála lætur
fimmtardóm vera settan fyrir 1000 og Skafta vera þá orðinn lög-
sögumann. En að tali Ara, sem ekki mun verða rekið, tók Skaftí
ekki lögsögu fyrr en 1004. Frásögn Njálu, sem skráð er á siðasta
fjórðungi 13. aldar, um þetta er að engu hafandi, enda lokleysa og"
óskiljanleg að sumu leyti. B. M. Ó. heldur, að nýju goðorðin hljóti
að hafa verið til, áður en fimmtardómslögin hafi verið sett. Þetta
má vel vera, en það sannar alls ekkert um úrsögn kristinna höfð-
ingja úr lögum við heiðna menn. Yér vitum sem sé alls ekkert um
það, hve nær fimmtardómslögin voru sett, annað en að það gerð-
ist, að sögn Ara, í lögsögumannstíð Skafta, og því á árunum 1004—