Skírnir - 01.01.1941, Page 117
Skímir
Kristnitökusagan árið 1000
115
1030. Frásögn Njálu af brennumála-þinginu er sýnilega öll búin
til eftir einhverri lagaskrá, sem höfundur hefir haft, einskonar
sjónleikur eða mynd af hugmynd höfundar um málameðferð fyrir
fimmtardómi, og sannar ekkert um aldur fimmtardómslaganna.
Frásögn Eyrbyggju 56. kap. um það, að Þorsteinn Þorgilsson í
Hafsfjarðarey hafi tekið Rauðmelingagoðorð úr Þórsnessþingi og
háð þing (vorþing) í Straumfirði, sakir þess að hann hafði orðið
vanhluta fyrir Snorra goða á Þórsnessþingi, getur ekki heldur ver-
ið sönnun um upptöku nýrra goðorða fyrir 1000, því að eftir tima-
tali sögunnar gerist þetta ekki1 fyrr en 9 árum síðar. Hitt skal hér
látið liggja milli hluta, hversu sennileg þessi frásögn Eyrbyggju er.
Þá telur B. M. Ó. (bls. 48—49) það loks, að margir vorþing-
staðir eru nefndir í sama vorþingsumdæmi, t. d. 5 i Austfjörðum,
2 í Þorskafjarðarþingi o. s. frv., veita sönnun eða að minnsta kosti
líkur um það, að nýir goðar hafi á ýmsum stöðum haldið þing sér.
Þetta er þó misskilningur. Tala vorþingssíacfa skiptir ekki máli um
tölu vorþinga, því að menn gátu að lögum haldið sama* vorþing til
skiptis á ýmsum stöðum, t. d. árið 1030 í Þorskafirði, en árið 1040
í Dýrafirði (Grág. I a 107—108). En þótt svo hefði verið, að nýir
goðar hefðu háð þing á einhverjum þessara þingstaða, þá er ekk-
ert þar með sannað um það, að slík ný goðorð eða ný þing hafi
verið til orðin fyrir 1000. Annars vitum vér ekkert áreiðanlegt um
nýju goðorðin eða nýju goðana annað en það, sem í Grágás I a 77
stendur um það, að þeir skuli nefna eina tylft dómenda í fimmtar-
dóm.
10) B. M. Ó. (Kristnitökurit bls. 67) tekur frásögn Gunnl. um
búðarvist þeirra Gizurar með Ásgrími svo sem hún væri áreiðanleg
heimild og leiðir af henni mikla ályktun til stuðnings skoðun sinni
um alger vinslit milli heiðinna manna og kristinna fyrir 1000. Segir
hann mega sjá það á sögum — og er átt við Gunnl. og Krs. —, að
búð Mosfellinga hafi verið brotin niður, og það hyggur hann heiðna
menn hafa gert vegna trúskipta Gizurar. Hafi þeir með því viljað
varna honum þingvistar, enda hafi heiðnir menn og kristnir þegar
fyrir 1000 verið sagðir úr lögum hverir við aðra. B. M. Ó. undir-
strikar það (bls. 83—84), að allir höfðingjar í Árnessþingi hafi
verið orðnir kristnir, þegar Þangbrandur fór burt af landinu. Þar
á meðal nefnir hann sérstaklega Ásgrím Elliða-Grímsson, enda er
alllíklegt, að þessi systursonur Gizurar hafi látið skírast um sama
leyti sem Gizur sjálfur, þótt ekki vitum vér það. En ef, svo hefir
verið, hvers vegna brutu þá ekki heiðnir menn líka búð Ásgríms,
ef hann hefir átt sérstaka búð á þingvelli, sem B. M. Ó. virðist gera
ráð fyrir, úr því að hann tekur sögn Gunnl. trúanlega? B. M. Ó.
heldur líka, að Þóroddur goði Eyvindarson sé sá „Thorgils de Ölf-
usi“, sem norski munkurinn Þjóðrekur segir Þangbrand hafa kristn-
8*