Skírnir - 01.01.1941, Page 118
116 Einar Arnórsson Skírnir
að, og að Þóroddur hafi því verið í kristna flokkinum. Hvers vegna
var þá ekki búð hans lika brotin? Hallur af Síðu var kristinn. Búð
hefir hann sjálfsagt átt á þingvelli. Hvers vegna var hún ekki brot-
in? Að hyggju B. M. Ó. höfðu hinir kristnu menn alls ekki verið
komnir á þingvöll áður en þeir hittu Hjalta og Gizur í Vellankötlu,
svo að heiðnir menn hefðu átt að hafa brotið búðir þeirra allra,
áður en þeir komu á þingið. Þeir áttu þangað ekkert erindi, nema
ef til vill til að vekja óspektir, að skoðun B. M. Ó. (bls. 77—78).
Allar búðir þessara kristnu höfðingja hefðu þá átt að vera niður
brotnar, og þá var búð Ásgríms ekki vistlegri en búð Gizurar, Mos-
fellingabúð. Þá hefðu kristnir höfðingjar (Gizur, Ásgrímur, Þór-
oddur að Hjalla, Síðu-Hallur o. s. frv.) hvergi átt höfði sínu að að
halla á þingvelli, nema undir beru lofti, fyrr en þeir hefðu komið
því við að hressa upp búðir sínar. Ef Hjalti Skeggjason hefir átt
sérstaka búð, þá hefði mátt búast við því, að hún yrði brotin nið-
ur, því að hann var sekur maður, sem ekki mátti að lögum sækja
helgað þing, alveg eins og Hafliði Másson lét brjóta búð Þorgils
Oddasonar 120 árum síðar, er Þorgils ætlaði að sækja alþingi í sekt
sinni (Sturl. I. 53). Um búðarvist þeirra Gizurar verður tvennt
sagt: Frásögn Gunnl. er að engu hafandi. Og þó að henni mætti
treysta, þá væri óheimilt að leiða ályktun af henni um niðurbrot
búðar Gizurar. Ef ekki hefir verið hirt um að hressa hana við og
tjalda hana undan komu hans til þings og meðan hann var fjarvist-
um af landi, gat honum vel verið óhægt að gera það þegah í stað,
er hann var á þingvöll kominn. Og það var Ásgrími höfðingsskap-
ur að taka við frænda sínum og vini. Annars skal það viðurkennt,
að tilgáta um það, að búð Gizurar sjálfs hafi verið óhæf til vistar,
er ekki sennileg. Áður en Gizur fór utan, hefir hann lögum sam-
kvæmt ráðstafað meðferð goðorðs síns, meðan hann var fjarvist-
um af landinu. Sá maður, sem með goðorð hans hefir farið, sem
líklegast hefir verið Ásgrímur, átti að sjá þingmönnum Gizurar
fyrir búðarrúmi (Grág. Ia 44) á alþingi, og hefir auðvitað gert
það. Og hvers vegna skyldi það búðarrúm ekki einmitt hafa verið
í Mosfellingabúð? Frásögn Gunnl. um búðarvist Gizurar skiptir
auðvitað ekki máli um sjálfa kristnitökusöguna. En hún hefir verið
notuð til rökstuðnings staðhæfingu um nokkurs konar stjórnarbylt-
ingu, sem á að hafa gerzt hér á landi fyrir 1000 vegna hins nýja
siðar, og þar með gerð að veigamiklu atriði varðandi stjórnarsögu
landsins fyrir 1000. Og þess vegna hefir verið svo fjölyrt um hana.
11) Talan sjö er ein hinna merku helgitalna og spátalna, og
mun hún því vera valin hér.
12) íslenzkir fræðimenn hafa lengstum gert ráð fyrir því, að
frásagnir 12. og 13. aldar manna af atburðum 10. og 11. aldar
yæru traustar heimildir um þá atburði. Menn hafa haft trú á því,