Skírnir - 01.01.1941, Side 119
Skírnir
Kristnitökusagan árið 1000
117
að arfsagnir og munnmæli gætu gengið jafnvel öldum saman óbrjál-
uð frá kynslóð til kynslóðar, að hver gæti endursagt langar og
flóknar sögur eftir annan óbreyttar. Þetta fer þó alveg í bága við
reynslu nútímamanna. Allir skólagengnir menn þekkja það, hvernig
mönnum farast endursagnir tvílesinnar hæfilega langrar sögu. Og
hvernig mundi svo sagan vera, ef fyrsta endursögnin væri lesin
fyrir og síðan endursögð, og svo koll af kolli, t. d. 10 sinnum? Af
upphaflegu sögunni kæmi ekkert fram í 10. útgáfunni, nema aðal-
atburðurinn, sem upphaflega var sagt frá. Og þannig má yfir höfuð
gera ráð fyrir, að Islendingasögur greini atburði 10. og 11. aldar.
Höfuðatburðirnir hafa geymzt, t. d. að Gunnar að Hliðarenda hafi
verið veginn, að Njáll hafi verið inni brenndur, að bardagi hafi
orðið á alþingi, er brennumálin hafi verið þar sótt, o. s. frv. Slíkur
fræðimaður sem Björn M. Ólsen virðist alls ekki rengja sagnir
Gunnl. og Krs. um prestana 7, þingvallarmessuna, krossana, jarð-
eldinn, mannblót heiðingja og sigurgjafir kristinna manna (sbr.
Kristnitökur, bls. 85 o. s. frv.). Hann heldur jafnvel, að taka beri
það trúanlegt, að Þóroddur goði hafi haft á sér slægðarorð og grá-
lyndis, af því að höfundur Njálu lætur eina af söguhetjum sinum
svívirða hann i orðum, af því að hann er ekki látinn vilja vefja sig
í vandræði söguhetjanna (sbr. bls. 83). Nú á síðustu tímum hafa
allmikil umskipti orðið á heimildamati Islendingasagna, og hefir
Björn M. Ólsen á síðustu árum sinum ritað margt af fullri gagn-
rýni og skarpleika um þær, og því tekið mál þessi allt öðrum tök-
um en hann gerði í Kristnitökuriti sinu árið 1900.
13) B. M. Ó. efar ekki frásögnina um úrsögn kristnu mannanna
úr þjóðfélaginu, lögsögumannskjör Halls og samninga þeirra Þor-
geirs (sbr. bls. 88 o. s. frv.), enda hafði vist enginn gert það áður.
En hann telur, að samningar hafi tekizt eftir þetta með flokkun-
um, og víkur að þvi leyti frá frásögn Ara, sem virðist hugsa sér,
að menn játi fyrst, er þeir hafa heyrt ræðu Þorgeirs, að halda lög
þau, er hann segði upp.
14) Valtýr Guðmundsson hyggur (Germanist. Abhandl. bls. 550
o. s. frv.) hundrað silfurs hafa verið 120 aura silfurs. Hálft hundr-
að silfurs yrði þá 60 aurar. Ættu þá allar upphæðirnar að sex-fald-
ast. En þetta skiptir ekki máli um mat á heimildum þessum.
15) Björn M. Ólsen trúir sögu þessari (sama rit bls. 108), en
þykir hún þó „nokkuð grunsöm, að því er snertir heit kristinna
manna“. Telur hann frásögn Ólafssögu helga um dvöl Hjalta
Skeggjasonar við hirð þessa konungs og Svíakonungs nálægt 20 ár-
um síðar sýna það, að Hjalti hafi annað hvort aldrei unnið heit um
að gefast guði eða þá svikið það. Sizt skal það véfengt, að sögn
Gunnl. og Krs. um heit þessi sé „nokkuð grunsöm", því að öll sögn-
in er auðsjáanlega klerkauppspuni. En rök B. M. Ó. fyrir grunsemi