Skírnir - 01.01.1941, Page 121
Dr. Jón Helgason, biskup
Jón ritari
Aldarminning — 1841 — 1941
Samkvæmt kgl. tilskipun 4. maí 1872 var sú breyting
gerð á æðstu umboðsstjórn íslands, að stiftamtmannsem-
bættið var lagt niður, en í þess stað stofnað nýtt embætti
— landshöfdingjaembættið. Komst sú breyting á 1. apríl
1873. Við þá breytingu stækkaði á ýmsan hátt valdsvið
æðstu umboðsstjórnarinnar innanlands, því að ýmis mál,
er áður höfðu heyrt undir stjórnarskrifstofurnar í Kaup-
mannahöfn, voru nú fengin landshöfðingja í hendur til
endanlegrar afgreiðslu. Þetta heimtaði aftur fullkomnara
skrifstofuhald á landi hér. Því var það ráð tekið, að setja
á stofn skrifstofustjóraembætti við landshöfðingjadæmið,
og í þetta nýja embætti var skipaður kandídat í lögfræði
Jón Jónsson Johnsen, þremenningur að frændsemi við
Hilmar Finsen landshöfðingja, af íslenzku bergi brotinn
í föðurætt eins og hann.
Þessi fyrsti skrifstofustjóri landshöfðingjadæmisins
nefndist upphaflega hinu yfirlætislausa embættisheiti
„landshöfðingjaritari“, er smám saman breyttist í með-
ferðinni í „landritari“, sem aftur breyttist í hið enn styttra
„ritari“, sem þá og varð það kenningarnafn, er festist sér-
staklega við fornafn þessa fyrsta landshöfðingjaritara, er
brátt varð alþjóð kunnur sem „Jón ritari“ og fram á þenn-
an dag er kunnastur undir því nafni, sem því og er notað
sem fyrirsögn greinar þessarar.
Með því nú að Jón ritari kemur mjög við sögu Reykja-
víkur þessi ár, sem hann starfaði hér og var, ef svo mætti
segja, „óróinn“ í fremur kyrrlátu bæjarlífi voru á þeim
árum og auk þess hinn mesti athafnamaður, búinn ágæt-
um hæfileikum, hefir mér þótt ástæða til að minnast hans