Skírnir - 01.01.1941, Side 122
120
Jón Helgason
Skírnir
sérstaklega einmitt á þessu ári, er liðin eru 100 ár frá fæð-
ingu hans hér í bæ, 23. apríl 1841.
Jón ritari var 5. maður með Jóns-nafninu í beinan karl-
legg frá Jóni Sigurðssyni sýslumanni í Einarsnesi. Faðir
hans var Jón Jónsson fyrrum yfirdómari í landsyfirrétt-
inum, einn hinna nafntoguðu Stóra-Ármóts-bræðra (hinir
bræðurnir voru þeir Þorsteinn kansellíráð á Kiðjabergi
sýslumaður og Magnús bóndi í Bráðræði (áður í Austur-
hlíð, af mörgum talinn ekki síztur þeirra bræðra, þótt
óskólagenginn væri), en faðir þeirra var Jón umboðsmað-
ur á Stóra-Ármóti (áður á Drumboddsstöðum), sonur Jóns
sýslumanns á Móeiðarhvoli, sonar Jóns prófasts í Stafholti,
er yngstur var barna Jóns sýslumanns í Einarsnesi. —
Jón yfirdómari hafði eftir 11 ára dvöl í Danmörku haust-
ið 1836 setzt að hér í bæ ásamt danskri eiginkonu sinni,
og 23. apríl 1841 fæddist þeim hjónum sonurinn, sem vatni
ausinn hlaut nafnið Jón. En hvernig sem á því hefir stað-
ið, þá undi Jón yfirdómari ekki hag sínum hér í bæ, enda
átti hann og bæjarmenn lítt skap saman, og sérstaklega
risu úfar talsverðir með honum og sjálfum dómstjóra yfir-
réttarins, Þórði Sveinbjörnssyni. Þar kom þá og að lok-
um, að Jón yfirdómari fór utan haustið 1846 — og fékk
aðra til að gegna dómarastörfum fyrir sig — og dvaldist
að mestu ytra, unz hann vorið 1848 fékk veitingu fyrir
bæjarfógetaembætti í Álaborg; en því embætti gegndi
hann til ársloka 1873, er hann fékk lausn vegna sjón-
depru. En hann andaðist ekki fyrr en 1881.
Samkvæmt þessu var Jón ritari aðeins hálfs sétta árs,
er hann fluttist héðan til Danmerkur með foreldrum sín-
um. Leikni hans í að tala íslenzku hefir sennilega verið af
skornum skammti, er hann jafn-ungur að aldri fluttist
héðan, enda danskan verið mest töluð á heimilinu, vegna
dansks ætternis húsfreyjunnar, móður hans. Og hafi þar
verið um nokkra leikni að ræða, hefir hún fljótt horfið
með öllu eftir að til Danmerkur kom. En þótt hinn ungi
sveinn hlyti danskt uppeldi og öll tilsögn, sem honum var