Skírnir - 01.01.1941, Page 123
Skírnir
Jón ritari
121
í té látin í æsku hans, færi eðlilega fram á danska tungu,
þá bendir margt til þess, að hann hafi snemma orðið sér
vitandi íslenzks ætternis síns og við það fengið jafn-
snemma mætur á íslandi sem landi forfeðra sinna, þar sem
vagga hans sjálfs hafði staðið.
Fjórtán vetra var Jón sendur frá Álaborg til Kaup-
mannahafnar, til þess að byrja þar venjulegan skólalær-
dóm, og veitt inntaka í Frúarskóla (Metropolitanskolen),
sem í þá daga var — og er enn — talinn einhver ágætasti
danskra lærðra skóla. Að vísu var lærður skóli í Álaborg,
en einhverjar sérstakar ástæður hafa verið þess valdandi,
að sveinninn var sendur til Kaupmannahafnar. Ef til vill
hefir ein ástæðan verið sú, að þar mundi hann frem-
ur en heima geta fengið bót við vanheilsu, sem hann hafði
frá barnæsku átt við að stríða. Hvort hann sem skólapilt-
ur hefir átt nokkur mök við íslenzkar f jölskyldur í Khöfn,
er með öllu ókunnugt. Sennilega hefir hann þó, eins og
flestir Islendingar þar 1 borginni, átt innhlaup á hið gest-
risna heimili Jóns Sigurðssonar, sem í ofanálag var kunn-
ingi Jóns bæjarfógeta frá fyrri tíð. Til þessa bendir og
það, að „Jón Jónsson, skólapiltur frá Álaborg“ er talinn
félagi Bókmenntafélagsins að rúmlega hálfnaðri skólaveru
hans, en Jón Sigurðsson var sem alkunna er forseti Hafn-
ardeildar félagsins.
Um skólagöngu Jóns ritara er það eitt kunnugt, að með-
al sambekkinga hans í skólanum voru ekki ómerkari menn
en Har. Höffding (seinna prófessor í heimspeki), Viggo
Hörup (stjórnmála- og blaðamaðurinn alkunni) og Julius
Petersen (seinna prófessor í læknisfræði). Vitað er, að
Jón ritari taldi þá alla þrjá til góðvina sinna frá skólaár-
unum, enda útskrifuðust þeir allir sama vorið, 1861.
Að afloknu stúdentsprófi sneri Jón sér þegar að lög-
fræðinámi og lauk því á 5]/a ári með lofseinkunn í janúar
1867. Ef til vill hefir hann vegna íslenzks ætternis síns
hlotið Garðvist, eins og íslenzkir stúdentar, þótt vissu fyr-
ir því hafi ég enga. En áreiðanlegt er, að hann tekur þegar
á fyrsta námsári sínu að gefa sig að íslenzkum stúdentum