Skírnir - 01.01.1941, Qupperneq 124
122
Jón Helgason
Skírnir
við háskólann og fær sér jafnframt tilsögn í íslenzku hjá
gáfuðum íslenzkum málfræðinema, Þórarni Jónssyni Thór-
arensen (frá Skriðuklaustri), til þess að geta talað tungu
forfeðra sinna. Sýnir þetta, hve ættarkenndin hefir verið
einlæg með honum. Manni dettur ósjálfrátt í hug, að það
áform hafi þegar verið vaknað í huga hans, að helga ís-
landi starfskrafta sína, þótt fullyrt verði það ekki. Að
vísu gæti það bent í þá átt, að hann sumarið eftir að hann
hafði fullnaðarprófi lokið í lögfræðinni tekur sér ferð á
hendur til íslands, með seglskipi til Húsavíkur, þar sem
Þorsteinn föðurbróðir hans þá var sýslumaður. Og eftir
6 vikna dvöl þar nyrðra fer hann landveg suður sveitir til
Heykjavíkur um haustið. Tilgangur hans var að stíga á
skip í Reykjavík til heimferðar, en þá vildi svo til, að ann-
ar af fyrrverandi eigendum Glasgowar, sem staddur var
í Reykjavík út af misferlum af hendi faktorsins við Glas-
gowar-verzlunina, þurfti á lögfræðilegri aðstoð að halda
við málarekstur út af þeim misferlum, og sneri sér til Jóns
kandídats og bað hann liðsinnis. Þetta varð til þess, að Jón
hætti við utanför að þessu sinni og dvaldist í Reykjavík
um veturinn og vann þá með köflum skrifstofustörf á
skrifstofu stiftamtmanns. Þegar fram á veturinn kom,
gekk Jón undir próf það í íslenzku, sem samkvæmt kon-
ungsúrskurði frá 1857 var heimtað af dönskum mönnum,
sem hugsuðu til embætta á Islandi, og styrkir það hugboð
mitt um, að Jón hafi þá verið tekinn í fullri alvöru að
hugsa um að gerast íslenzkur embættismaður. Gekk próf-
ið honum að óskum, Halldór Kr. Friðriksson kennari próf-
aði, en Gísli Magnússon kennari og Jón Pétursson yfir-
dómari voru prófdómarar. Að þetta, sem ég sagði um
möguleika þess framtíðaráforms Jóns að setjast hér að,
ef staða byðist við hans hæfi, sé ekki gripið úr lausu lofti,
virðist líka mega ráða af því, að þegar kemur fram á sum-
arið 1868, tekur hann að sér að þjóna Árnessýslu sem sett-
ur sýslumaður um þriggja mánaða skeið. En svo stóð á,
að Þorsteinn föðurbróðir hans, sem hann hafði sótt heim
sumarið áður, hafði þá um haustið fengið veitingu fyrir