Skírnir - 01.01.1941, Blaðsíða 125
•Skírnir
Jón ritari
123
Árnessýslu, en gat ekki fafíð suður til embættis síns fyrr
en norður kæmi sá maður, er taka skyldi við embætti hans
nyrðra. En þessi maður var cand. jur. Lárus E. Svein-
björnsson, sem settur hafði verið sýslumaður í Árnessýslu
1866. Hann gat nú ekki losnað að sunnan fyrr en um vor-
ið 1868, en þar sem Þorsteinn gat ekki að norðan farið
fyrr en eftirmaðurinn kæmi að sunnan, þurfti að fá mann
til að vinna sýslumannsverk í Árnessýslu þangað til Þor-
steinn kansellíráð kæmi sjálfur suður. Varð þetta til þess,
að Jón frá Álaborg — sem hann þá var almennt kallaður
hér — tók tilboði Hilmars stiftamtmanns um að taka að
sér þjónustuna þangað til frændinn Þorsteinn kæmi suð-
ur. Er naumast nokkur vafi á, að Jón tók þetta verk að
sér meðfram til þess að kynnast með því umboðsstjórn-
inni eins og hún var rekin til sveita á íslandi í þá daga, og
þá ekki hvað sízt í Árnessýslu, þaðan sem faðir hans var
upprunninn og hann átti margt skyldmenna. Til dæmis
var Helga föðursystir hans búsett á Stóra-Ármóti, gefin
Árna Magnússyni hreppstjóra (bróður Gísla skólakenn-
ara og Sigurðar á Skúmsstöðum), en börn þeirra: Jón
dbrm. í Þorlákshöfn, Magnús í Vatnsdal, Hólmfríður
(kona Jóns Eiríkssonar á Ármóti), Sigríður (kona Isleifs
á Kanastöðum) og Halla (kona Jóns frænda síns Magnús-
sonar í Bráðræði), voru systkinabörn Jóns ritara.
Dvöl hins íslenzk-danska lögfræðikandídats austanfjalls
féll honum vel í geð. Hann kunni prýðilega við sig í sveit-
inni, fékk almenningsorð á sig sem ferðamaður (nema
hvað hann þótti ríða nokkuð geyst!). Hins vegar sýnir
þingabókin, að hann hefir haft nóg að gera og meira að
segja ber hún með sér, hve mikilli leikni hann hefir þegar
náð í íslenzkri tungu. Hann ritar með eigin hendi það, sem
gerist á þingunum og færa skal til bókar, og málið má heita
yfirleitt gott eða ekki sýnu lakara en gerist í þingabókum
alíslenzkra sýslumanna í þá daga.
Hefði föst atvinna verið í boði, er ekki að vita nema Jón
kandídat hefði staðnæmzt hér á landi, þegar lokið var veru
hans í sveitinni. En því var ekki að heilsa. Það, sem hann