Skírnir - 01.01.1941, Síða 127
Skírnir
Jón ritari
125
steinn kansellíráð austur á Kiðjabergi, föðursystirin Helga
á Stóra-Ármóti. Hér í bænum var margt skyldmenna:
Hilmar landshöfðingi, Árni landfógeti, Steingr. Thor-
steinsson skólakennari, Óli Finsen póstmeistari voru þre-
menningar við hann að frændsemi og Hannes St. Johnsen
kaupmaður að öðrum og þriðja.
Hins vegar gat hin nýja staða orðið allvandasöm eins
og á stóð hér í þá daga: Hinni nýju skipun umboðsstjórn-
arinnar hafði verið tekið ærið kuldalega af miklum hluta
landsmanna og allóþyrmilega hafði verið veitzt að Hilm-
ari Finsen landshöfðingja. Morguninn sem hið nýja fyrir-
komulag gekk í gildi (1. apríl 1873) blakti á flaggstöng-
inni fyrir framan landshöfðingjabústaðinn dula, sem letr-
að var á: „Niður með landshöfðingjann!“ Og þrem vik-
um síðar flutti blaðið „Göngu-Hrólfur“ grein Jóns Ólafs-
sonar: „Landshöfðingjahneykslið“ og aðra grein með sömu
yfirskrift í næsta tölublaði, báðar svæsnari en nokkur vissi
dæmi til áður í íslenzkri blaðamennsku. Einnig birtist þar
kvæði Jóns Ólafssonar: „Islendingahvöt" („Hvað á land-
ið lengi að stynja?“). Yfirleitt var megn ólga í mönnum
bæði hér í bænum og eins út um land. Frá hinum blöðun-
um, sem út voru gefin hér í bænum, Þjóðólfi og Tíman-
um, var lítils stuðnings að vænta fyrir landshöfðingja; en
hinum svæsnu árásum Göngu-Hrólfs svaraði landshöfð-
ingi með lögsókn, er lauk með þungum sektum fyrir hinn
ákærða ritstjóra.
Að sumu leyti hefði mátt búast við, að einnig aðstaða
hins nýja landshöfðingjaritara yrði erfið á þeim ólgutím-
um, sem hér voru þá. Jón ritari hafði sem sé þegar á stú-
dentsárum sínum gerzt allheitur dáandi Jóns Sigurðsson-
ar og aðhyllzt skoðanir hans í flestum meginatriðunum.
Hins vegar mátti við því búast, að Hilmari Finsen, sem
fulltrúa dönsku stjórnarinnar, væri heldur í nöp við Jón
Sigurðsson, þótt sá vitri maður og gætni léti lítið á slíku
bera, en reyndi, sem frekast mátti, að miðla málum, ef tek-
izt gæti að binda farsællega enda á þetta nálega „þrjátíu
ára stríð“ íslendinga og Dana. Og þótt Hilmar Finsen