Skírnir - 01.01.1941, Page 128
126
Jón Helgason
Skírnir
væri í aðra röndina fulltrúi dönsku stjórnarinnar gagn-
vart íslendingum, þá mun mega segja, að hann hafi ekki
síður viljað vera fulltrúi íslendinga gagnvart dönsku
stjórninni. En svo mjög sem hitnað hafði í mönnum út af
framkomu stöðulaganna 1871, mátti við því búast, að líka
hefði hitnað í landshöfðingja í garð Jóns Sigurðssonar,
sém gefa mátti alla sök á undirtektum alþingis undir frum-
varp stjórnarinnar á þinginu 1871 og mótmælum þess gegn
stöðulögunum. Hér gerðist því þörf mikillar lagni af hálfu
hins nýja landshöfðingjaritara, til þess að ekki leiddi til
árekstrar með honum og húsbónda hans. En bæði var það,
að Jón ritari var of gáfaður maður til þess að láta slíkt
koma fyrir og Hilmar landshöfðingi of göfuglyndur til
þess að amast við því, að skrifstofustjóri hans bæri sam-
úðarþel til annars eins mannkostamanns og Jóns Sigurðs-
sonar. Og meginóskamið landshöfðingja var því, að fund-
in yrði samningaleið, er leitt gæti til farsælla málaloka.
En nú stóð einmitt svo á, að þetta fyrsta sumar Jóns rit-
ara hér á landi var á alþingi samþykkt í einu hljóði vara-
tillaga í stjórnarskrármálinu, áður samþykkt á Þingvalla-
fundi þá um sumarið, þess efnis, að biðja konung að gefa
landinu á næsta ári stjórnarskrá, er veitti alþingi fullt
löggjafarvald og fjárforræði, — tillaga, sem landshöfð-
ingi úr konungsfulltrúasæti tjáði sig boðinn og búinn til
að styðja við stjórnarvöldin í Danmörku. Hér dró því ber-
sýnilega til sátta með flokkum þeim á alþingi, sem áður
höfðu staðið öndverðir í þessu máli. Þessi málamiðlunar-
leið, sem hér var reynd, var báðum gleðiefni, landshöfð-
ingjanum og landshöfðingjaritaranum, sem þrátt fyrir
samúð sína með Jóni Sigurðssyni óskaði þess af heilum
hug, að friður gæti fengizt í landinu.
íslenzku blöðin í heild sinni höfðu frá fyrstu verið and-
víg þeirri breytingu, sem gerð hafði verið á umboðsstjórn-
inni og þá ekki heldur hlífzt við að segja stjórninni til
syndanna. Með því nú að enginn varð til þess að taka mál-
stað stjórnarinnar og óvissa um, hvernig blöðin tækju
málamiðlunartillögu alþingis, þótti nauðsyn á að koma á