Skírnir - 01.01.1941, Qupperneq 129
Skírnir
Jón ritari
127
fót málgagni, sem skildi, hve mikið ryði á, að sú málamiðl-
un, sem hér var hafin, fengi sem beztar undirtektir lands-
manna. Var því efnt til stofnunar nýs vikublaðs hér í bæn-
um, er ,,Víkverji“ nefndist, og var það opinbert leyndar-
mál, að Jón ritari væri aðalhvatamaðurinn að stofnun
þess og að réttu lagi kostnaðarmaður þess. En vegna stöðu
sinnar gat hann ekki gerzt ábyrgur ritstjóri þess, og var
því Páll Melsteð fenginn til að gerast ábyrgðarmaður, en
hann, sem var skipaður málaflutningsmaður við landsyfir-
réttinn, hafði það tvennt til síns ágætis, annars vegar að
vera vildarvinur Jóns Sigurðssonar og hins vegar að vera
gætinn maður og þrá heitt, að deilunum í landinu mætti
linna. Langra lífdaga varð þessu blaði þó ekki auðið, því
að aldur þess varð ekki nema 14 mánuðir. En þess gerðist
þá ekki heldur beinlínis þörf lengur, svo mjög sem hið
pólitíska andrúmsloft hafði breytzt við þá lausn stjórnar-
skrármálsins (að minnsta kosti í bili), sem fékkst með
hinni nýju stjórnarskrá frá 5. janúar 1874. í stað „Vík-
verja“ hóf göngu sína um haustið þúsundárahátíðar-árið
nýtt stjórnmálablað, ,,Isafold“, sem stjórnað var í svipuð-
um anda og „Víkverja“, þótt óháð væri landsstjórninni að
öllu leyti. Af öllu þessu leiddi, að hér í bæ bar fremur lítið
á Jóni ritara tvö fyrstu árin, sem hann var hér. Og svo vel
og ötullega rækti hann embættisskyldur sínar á skrifstofu
landshöfðingjadæmisins, að allir máttu vel við una, en
engum var það þó meira ánægjuefni en landshöfðingja
sjálfum, að hafa fengið jafn gáfaðan mann og afkasta-
mikinn á skrifstofu sína og Jón ritara — réttnefndan
vinnuvíking.
Á árunum eftir 1870 tók fjárkláðinn að færast ískyggi-
lega í aukana á hinu „gamla fjárkláðasvæði“, þ. e. Kjósar-
og Gullbringusýslu, Grafningi, Ölvesi og Selvogi. Ýmsar
ráðstafanir höfðu verið gerðar til þess að hefta útbreiðslu
kláðans, en árangurinn orðið minni en gott þótti, enda
margir reynzt ófúsir til að hlýðnast kláðavarnar- og kláða-
lækningar-fyrirskipunum yfirvaldanna. Þegar leið að