Skírnir - 01.01.1941, Qupperneq 130
128
ón Helgason
Skírnir
haustnóttum árið 1874, þótti sýnt, að ekki mundi verða
hjá því komizt að skipa sérstakan mann, er selt væri í
hendur lögregluvald sýslumanna til þess að vinna að út-
rýmingu fjárkláðans, mann, sem ferðaðist um hinar sýktu
og grunuðu sveitir og þrýsti mönnum til að hlýðnast sett-
um reglum og fyrirmælum um baráttuna gegn útbreiðslu
kláðans.
Tók landshöfðingi nú það ráð, meðfram eftir tillögum
amtmanns, að fela þetta svo kallaða „lögreglustjóraem-
bætti í kláðamálinu“ skrifstofustjóra sínum, Jóni ritara,
sem hann vissi manna einbeittastan og ötulastan til að
hafa slíkt embætti með höndum. Um haustið 9. sept. var
honum falið að vinna að starfi þessu í suðurhluta Gull-
bringusýslu, Selvogshreppi og úthluta Ölveshrepps, og
mánuði seinna rýmkaði landshöfðingi svæðið svo, að það
náði frá Botnsvogum austur að Hvítá í Árnessýslu. Tók
Jón ritari þegar um haustið til óspilltra málanna, ferðað-
ist fram og aftur um kláðasýktu héruðin og gekk ríkt eftir
að hlýtt væri ráðstöfunum yfirvaldanna. Hann fyrirskip-
aði þar sem hann fór um sveitirnar stranga heimagæzlu,
ítrekaðar skoðanir og baðanir, skipaði skoðunarmenn og
baðstjóra í hreppunum, til þess að sjá um, að fyrirskip-
unum hans væri hlýtt. En svæðið, sem hann var settur yf-
ir, var svo víðáttumikið, að alltaf gátu einhverjir skotizt
undan, þeir er svo voru skapi farnir. Tók ritarinn þá það
ráð, að fá niðurskurðarsamþykkt gerða í suðurhluta Gull-
bringusýslu, sem talin var hættulegasti hluti kláðasvæðis-
ins, og meira að segja að fá þessa samþykkt gerða fyrir
rétti, til þess að tryggja sem bezt, að hún yrði haldin.
Þegar því tveir bændur þar syðra gerðu sig líklega til að
rjúfa samþykktina, þá lét hann taka fé þeirra með valdi
og lóga því, og það enda þótt hann væri sjálfur „lækninga-
maður“ miklu fremur en ,,niðurskurðarmaður“. En
þetta fylgi lögreglustjórans og óþrotlega atorka var því
aðdáunarverðari, sem hér átti í hlut vanburðamaður,
sem frá barnæsku átti að stríða við sjúkdóm í baki, sem
engar lækningatilraunir höfðu getað unnið-þug á. Jón rit-