Skírnir - 01.01.1941, Síða 131
Skírnir
Jón ritari
126
ari var að vaxtarlagi hálfgerður krypplingur með mikinn
iherðakistil, og má vel vera, að þeir vanburðir hans hafi
haft nokkur áhrif á skaplyndi hans, þegar mótþróa var að
mæta. Þótt ekki tækist nú þegar á fyrsta ári að vinna bug
á fjárkláðanum, þá þótti sýnt og sannað, að með skipun
sérstaks „lögreglustjóra“ til þess að vaka yfir því, að
fyrirmælum landsstjórnarinnar væri hlýtt, væri fundin hin
rétta leið til að sigra kláðann.
Þegar því eftir nýár 1876 kláðans varð enn vart í nokkr-
um sveitum utan hins upphaflega valdsviðs lögreglustjór-
ans (í Ölvesi, Grímsnesi, Kjós og Borgarfirði), þótti sjálf-
sagt að rýmka valdsvið hans, svo að það næði einnig yfir
þessar sveitir. Setti landshöfðingi því lögreglustjóranum
nýtt efindisbréf, þar sem tekið var fram, að honum væri
fengið i hendur fullkomið dómsvcdd.
En nú byrjaði mótþróinn fyrir alvöru að gera vart við
sig. Jón ritari gerði ýmsar ráðstafanir: um baðanir, ein-
angrun hins sýkta f jár o. fl., sem ekki féllu bændum í geð,
og víða átti hann beinni óvíld að mæta. Það á jafnvel að
hafa komið fyrir, að hundum væri sigað á hann, er hann
reið fram hjá bæjum, eða honum ekki boðið „að ganga í
bæinn“ eða að honum væri neitað um fylgd. T. a. m. á
hann eitt skipti að hafa riðið yfir Brúará í kolamyrkri
með ljósker í hendinni, til þess að geta fundið sjálfan brú-
arspottann í miðri ánni, sem oftast var að hálfu í kafi.
En slíkt lét Jón ritari lítt á sig fá. Hitt þótti honum
þyngra, að æðsti dómstóllinn í landinu skyldi verða hon-
um þröskuldur á leið.
Áður en hann fékk hið nýja erindisbréf, hafði hann
dæmt H. Kr. Friðrikssyni yfirkennara, sem jafnan hafði
nokkuð sauðfé á fóðrum, sektir fyrir óhlýðni við fyrir-
skipanir sínar um baðanir á fé yfirkennarans, en yfirrétt-
urinn hafði ónýtt dóminn, af því að kláða-fógetanum sam-
kvæmt hinu upphaflega erindisbréfi væri ekki neitt dóms-
vald í hendur selt. Þegar nú Jón ritari hafði fengið hið
nýja erindisbréf, þar sem tekið var fram berum orðum,
að honum væri einnig í hendur selt dómsvald sem lögreglu-
9